Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 09:49 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. „Ég lít svo á að hér sé hafin síðasta samningalotan í þessu ferli sem muni enda með undirritun kjarasamninga síðar í dag.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðu mála í viðtali í Bítinu í morgun. Halldór segist vona að hægt verði að kynna kjarasamningana í dag. Vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telji að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. Halldór segir að næstu klukkustundum verði varið í frágang. „Ég vil nú segja að þetta séu fyrst og fremst formsatriði sem eru eftir en auðvitað er þetta þannig að þetta eru ótrúlega margir þræðir. Ég hugsa að þið mynduð ekki trúa því þegar til kastanna kemur hvað þetta er mikil smáatriðavinna að klára þetta.“ Halldór segir að samningarnir séu afar flóknir og nýstárlegir. „Þetta er ríkið, verkalýðsfélögin og auðvitað Samtök atvinnulífsins og það eru allir að leggja mikið inn í þessa samninga. Þetta eru flóknir samningar og það er ákveðið gangverk í þeim, sem verður skýrt betur á eftir, sem byggir á samspili þessara aðila þannig að þetta er býsna snúið. “ Aðspurður um mögulega aðkomu Seðlabankans svarar Halldór því til að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun sem yrði aldrei dregin inn í kjarasamninga. Seðlabankinn geti þó haft áhrif á kjör heimila í landinu. „Vaxtastigið í landinu er gríðarlegt hagsmunamál ekki bara fyrir heimilin en líka fyrir fyrirtækin í landinu og það er nú þannig að við samningagerð er best að framkalla sem flesta þætti þar sem er gagnkvæmur ávinningur aðila og við erum vel meðvituð um þetta.“En verður betra að búa á Íslandi eftir daginn í dag? „Við eigum öll að trúa því að við getum verið að bæta lífsskilyrði okkar frá degi til dags. Við eigum að trúa því að það séu bjartari tímar framundan en í fortíð. Ég trúi því statt og stöðugt og það er eitt af því sem við erum að reyna að framkalla í þessum kjarasamningum,“ svarar Halldór sem bætir við að Ísland sé fyrir alla og verði áfram fyrir alla. Alþingi Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
„Ég lít svo á að hér sé hafin síðasta samningalotan í þessu ferli sem muni enda með undirritun kjarasamninga síðar í dag.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðu mála í viðtali í Bítinu í morgun. Halldór segist vona að hægt verði að kynna kjarasamningana í dag. Vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telji að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. Halldór segir að næstu klukkustundum verði varið í frágang. „Ég vil nú segja að þetta séu fyrst og fremst formsatriði sem eru eftir en auðvitað er þetta þannig að þetta eru ótrúlega margir þræðir. Ég hugsa að þið mynduð ekki trúa því þegar til kastanna kemur hvað þetta er mikil smáatriðavinna að klára þetta.“ Halldór segir að samningarnir séu afar flóknir og nýstárlegir. „Þetta er ríkið, verkalýðsfélögin og auðvitað Samtök atvinnulífsins og það eru allir að leggja mikið inn í þessa samninga. Þetta eru flóknir samningar og það er ákveðið gangverk í þeim, sem verður skýrt betur á eftir, sem byggir á samspili þessara aðila þannig að þetta er býsna snúið. “ Aðspurður um mögulega aðkomu Seðlabankans svarar Halldór því til að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun sem yrði aldrei dregin inn í kjarasamninga. Seðlabankinn geti þó haft áhrif á kjör heimila í landinu. „Vaxtastigið í landinu er gríðarlegt hagsmunamál ekki bara fyrir heimilin en líka fyrir fyrirtækin í landinu og það er nú þannig að við samningagerð er best að framkalla sem flesta þætti þar sem er gagnkvæmur ávinningur aðila og við erum vel meðvituð um þetta.“En verður betra að búa á Íslandi eftir daginn í dag? „Við eigum öll að trúa því að við getum verið að bæta lífsskilyrði okkar frá degi til dags. Við eigum að trúa því að það séu bjartari tímar framundan en í fortíð. Ég trúi því statt og stöðugt og það er eitt af því sem við erum að reyna að framkalla í þessum kjarasamningum,“ svarar Halldór sem bætir við að Ísland sé fyrir alla og verði áfram fyrir alla.
Alþingi Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29