Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 12:57 Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. BSRB Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál. Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál.
Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira