Stjórnarformaður Swedbank segir af sér vegna peningaþvættishneykslis Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 07:38 Karlson, starfandi forstjóri Swedbank, (t.v.) og Idermark, fráfarandi stjórnarformaður, (t.h.) á ársfundi bankans í síðustu viku. Vísir/EPA Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins. Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg. Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda. Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans. Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins. Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg. Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda. Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans.
Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10
Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23
Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51