Átök milli öryggissveita og mótmælenda í Súdan Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 23:58 Ríkisstjórn Súdan hefur einnig verið mótmælt víða í Evrópu. Hér er mótmælt í Genf í Sviss. EPA/Martial Trezzini Þúsundir manna hafa mótmælt stjórn forseta Súdan, Omar al-Bashir, í Kartúm, höfuðborg Súdan í dag. Al-Bashir hefur verið við stjórnvölinn í landinu í 30 ár. Til átaka kom milli mótmælanda og öryggissveita. Guardian greinir frá. Mótmælendur svöruðu táragasi öryggissveitanna með grjótkasti fyrir utan híbýli forsetans en óánægju hefur gætt um störf hans í nokkurn tíma. Mótmælin eru þó ein þau stærstu gegn honum. Súdönskum fánum var veifað og slagorð á borð við „Frelsi, friður, réttlæti“ voru kölluð af skaranum. Ekki er talið að nokkur hafi látist í mótmælunum og átökunum sem þeim fylgdu. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að ánægja ríkti með framgöngu öryggissveitanna sem höfðu passað sig vel að úthella ekki súdönsku blóði, því verðmætasta í landinu. Forsetinn, al-Bashir, tók við embætti árið 1989 og er nú orðinn 75 ára gamall. Al-Bashir hefur sagst ekki ætla að stíga til hliðar og hefur sagt andstæðingum sínum að sigra sig í kjörklefanum frekar. Mótmæli hófust í Súdan 19. Desember síðastliðinn vegna hækkandi verða og bágs efnahagsástands í landinu. Þrátt fyrir að enginn hafi látist í mótmælunum í dag hafa 60 manns látist af völdum öryggissveita í mótmælum samkvæmt tölum frá mannréttindasamtökum sem fylgst hafa með framvindu mála. Yfirvöld í Súdan segja að tala látinna sé mun lægri eða 31. Súdan Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Þúsundir manna hafa mótmælt stjórn forseta Súdan, Omar al-Bashir, í Kartúm, höfuðborg Súdan í dag. Al-Bashir hefur verið við stjórnvölinn í landinu í 30 ár. Til átaka kom milli mótmælanda og öryggissveita. Guardian greinir frá. Mótmælendur svöruðu táragasi öryggissveitanna með grjótkasti fyrir utan híbýli forsetans en óánægju hefur gætt um störf hans í nokkurn tíma. Mótmælin eru þó ein þau stærstu gegn honum. Súdönskum fánum var veifað og slagorð á borð við „Frelsi, friður, réttlæti“ voru kölluð af skaranum. Ekki er talið að nokkur hafi látist í mótmælunum og átökunum sem þeim fylgdu. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að ánægja ríkti með framgöngu öryggissveitanna sem höfðu passað sig vel að úthella ekki súdönsku blóði, því verðmætasta í landinu. Forsetinn, al-Bashir, tók við embætti árið 1989 og er nú orðinn 75 ára gamall. Al-Bashir hefur sagst ekki ætla að stíga til hliðar og hefur sagt andstæðingum sínum að sigra sig í kjörklefanum frekar. Mótmæli hófust í Súdan 19. Desember síðastliðinn vegna hækkandi verða og bágs efnahagsástands í landinu. Þrátt fyrir að enginn hafi látist í mótmælunum í dag hafa 60 manns látist af völdum öryggissveita í mótmælum samkvæmt tölum frá mannréttindasamtökum sem fylgst hafa með framvindu mála. Yfirvöld í Súdan segja að tala látinna sé mun lægri eða 31.
Súdan Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira