Átök milli öryggissveita og mótmælenda í Súdan Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 23:58 Ríkisstjórn Súdan hefur einnig verið mótmælt víða í Evrópu. Hér er mótmælt í Genf í Sviss. EPA/Martial Trezzini Þúsundir manna hafa mótmælt stjórn forseta Súdan, Omar al-Bashir, í Kartúm, höfuðborg Súdan í dag. Al-Bashir hefur verið við stjórnvölinn í landinu í 30 ár. Til átaka kom milli mótmælanda og öryggissveita. Guardian greinir frá. Mótmælendur svöruðu táragasi öryggissveitanna með grjótkasti fyrir utan híbýli forsetans en óánægju hefur gætt um störf hans í nokkurn tíma. Mótmælin eru þó ein þau stærstu gegn honum. Súdönskum fánum var veifað og slagorð á borð við „Frelsi, friður, réttlæti“ voru kölluð af skaranum. Ekki er talið að nokkur hafi látist í mótmælunum og átökunum sem þeim fylgdu. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að ánægja ríkti með framgöngu öryggissveitanna sem höfðu passað sig vel að úthella ekki súdönsku blóði, því verðmætasta í landinu. Forsetinn, al-Bashir, tók við embætti árið 1989 og er nú orðinn 75 ára gamall. Al-Bashir hefur sagst ekki ætla að stíga til hliðar og hefur sagt andstæðingum sínum að sigra sig í kjörklefanum frekar. Mótmæli hófust í Súdan 19. Desember síðastliðinn vegna hækkandi verða og bágs efnahagsástands í landinu. Þrátt fyrir að enginn hafi látist í mótmælunum í dag hafa 60 manns látist af völdum öryggissveita í mótmælum samkvæmt tölum frá mannréttindasamtökum sem fylgst hafa með framvindu mála. Yfirvöld í Súdan segja að tala látinna sé mun lægri eða 31. Súdan Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þúsundir manna hafa mótmælt stjórn forseta Súdan, Omar al-Bashir, í Kartúm, höfuðborg Súdan í dag. Al-Bashir hefur verið við stjórnvölinn í landinu í 30 ár. Til átaka kom milli mótmælanda og öryggissveita. Guardian greinir frá. Mótmælendur svöruðu táragasi öryggissveitanna með grjótkasti fyrir utan híbýli forsetans en óánægju hefur gætt um störf hans í nokkurn tíma. Mótmælin eru þó ein þau stærstu gegn honum. Súdönskum fánum var veifað og slagorð á borð við „Frelsi, friður, réttlæti“ voru kölluð af skaranum. Ekki er talið að nokkur hafi látist í mótmælunum og átökunum sem þeim fylgdu. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að ánægja ríkti með framgöngu öryggissveitanna sem höfðu passað sig vel að úthella ekki súdönsku blóði, því verðmætasta í landinu. Forsetinn, al-Bashir, tók við embætti árið 1989 og er nú orðinn 75 ára gamall. Al-Bashir hefur sagst ekki ætla að stíga til hliðar og hefur sagt andstæðingum sínum að sigra sig í kjörklefanum frekar. Mótmæli hófust í Súdan 19. Desember síðastliðinn vegna hækkandi verða og bágs efnahagsástands í landinu. Þrátt fyrir að enginn hafi látist í mótmælunum í dag hafa 60 manns látist af völdum öryggissveita í mótmælum samkvæmt tölum frá mannréttindasamtökum sem fylgst hafa með framvindu mála. Yfirvöld í Súdan segja að tala látinna sé mun lægri eða 31.
Súdan Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira