Kraftlyftingakonur sem borða lambakjöt og hafragraut Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2019 19:15 Tvær kraftlyfingakonur á Selfossi komu heim hlaðnar af verðlaunapeningum en þær kepptu báðar á Special Olympics í Abu Dhabi. Báðar segjast þær vera svona sterkar því þær séu úr sveit og borði lambakjöt og hafragraut. Þeir sem æfa kraftlyftingar hjá Suðra, sem er íþróttafélag fatlaðra á Selfossi æfa í Crossfit Selfoss undir styrkri stjórn Örvars Arnarssonar. María Sigurjónsdóttir sem er frá Miðmörk undir Eyjafjöllum og Valdís Hrönn Jónsdóttir sem er frá Gillastöðum í Dalabyggð, báðar búsettar á Selfossi í dag, voru meðal 38 keppenda frá Íslandi sem tóku þátt í Special Olympics í Abu Dhabi í síðasta mánuði. Báðar náðu þær frábærum árangri í kraftlyfingum og komu heim með nokkra verðlaunapeninga utan um hálsinn. María fékk t.d. verðlaun fyrir allar keppnisgreinarnar sínar en það var í réttstöðu, bekkpressu og hnébeygju og sameiginlegum greinum. Valdís fékk líka verðlaun í hnébeygju, réttstöðu, bekknum og svo sameiginlegum greinum. Báðar fóru þær því fjórum sinnum á verðlaunapall til að sækja verðlaunapeningana sína.En hvað var skemmtilegast á ólympíuleikunum ? „Bara allt, kynnast öllu fólkinu, vera þarna og hafa mjög gaman, það var bara allt“, segir Valdís og María tekur heilshugar undir það með henni. Valdís og María eru mjög duglegar að æfa kraftlyftingar og segja lyftingarnar mjög skemmtilega íþrótt. En af hverju eru þær svona sterkar? „Ég kemur úr sveit segir María og Valdís segist líka koma úr sveit. „Það hlítur að vera það, lambakjötið og hafragrauturinn“, segja þær báðar hlægjandi. En hvað er svona skemmtilegt við kraftlyfingarnar? „Allt bara, félagsskapurinn, þjálfarinn og bara allt saman. Svo er bara svo ógeðslega gaman að lyfta, maður fær svo mikla útrás í þessu, þannig að þetta er bara rosalega gaman“, segir Valdís um leið og þær segjast báðar mæla með kraftlyfingum, sem skemmtilegri íþrótt. Árborg Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Tvær kraftlyfingakonur á Selfossi komu heim hlaðnar af verðlaunapeningum en þær kepptu báðar á Special Olympics í Abu Dhabi. Báðar segjast þær vera svona sterkar því þær séu úr sveit og borði lambakjöt og hafragraut. Þeir sem æfa kraftlyftingar hjá Suðra, sem er íþróttafélag fatlaðra á Selfossi æfa í Crossfit Selfoss undir styrkri stjórn Örvars Arnarssonar. María Sigurjónsdóttir sem er frá Miðmörk undir Eyjafjöllum og Valdís Hrönn Jónsdóttir sem er frá Gillastöðum í Dalabyggð, báðar búsettar á Selfossi í dag, voru meðal 38 keppenda frá Íslandi sem tóku þátt í Special Olympics í Abu Dhabi í síðasta mánuði. Báðar náðu þær frábærum árangri í kraftlyfingum og komu heim með nokkra verðlaunapeninga utan um hálsinn. María fékk t.d. verðlaun fyrir allar keppnisgreinarnar sínar en það var í réttstöðu, bekkpressu og hnébeygju og sameiginlegum greinum. Valdís fékk líka verðlaun í hnébeygju, réttstöðu, bekknum og svo sameiginlegum greinum. Báðar fóru þær því fjórum sinnum á verðlaunapall til að sækja verðlaunapeningana sína.En hvað var skemmtilegast á ólympíuleikunum ? „Bara allt, kynnast öllu fólkinu, vera þarna og hafa mjög gaman, það var bara allt“, segir Valdís og María tekur heilshugar undir það með henni. Valdís og María eru mjög duglegar að æfa kraftlyftingar og segja lyftingarnar mjög skemmtilega íþrótt. En af hverju eru þær svona sterkar? „Ég kemur úr sveit segir María og Valdís segist líka koma úr sveit. „Það hlítur að vera það, lambakjötið og hafragrauturinn“, segja þær báðar hlægjandi. En hvað er svona skemmtilegt við kraftlyfingarnar? „Allt bara, félagsskapurinn, þjálfarinn og bara allt saman. Svo er bara svo ógeðslega gaman að lyfta, maður fær svo mikla útrás í þessu, þannig að þetta er bara rosalega gaman“, segir Valdís um leið og þær segjast báðar mæla með kraftlyfingum, sem skemmtilegri íþrótt.
Árborg Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira