Líkur á að Líkúd verði ekki stærstur en stýri líklega samt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. apríl 2019 06:15 Netanjahú sést hér einn á vinstra plakatinu en Gantz stendur fyrir framan aðra leiðtoga Kahol Lavan á plakatinu til hægri. Nordicphotos/AFP Kosið er til ísraelska þingsins, Knesset, í dag. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra freistar þess að ná fimmta kjörtímabilinu í embætti. Þótt flokkur hans, Líkúd, mælist ekki stærstur benda kannanir til að ríkisstjórnin haldi velli. Annar Benjamín, fyrrverandi hershöfðinginn Benny Gantz, leiðir sameinað framboð frjálslyndra flokka undir nafninu Kahol Lavan. Sex af níu skoðanakönnunum dagana 4. og 5. apríl benda til þess að framboðið fái flest sætiMeðaltal kannana sýnir Kahol Lavan með 30 sæti af 120, Líkúd með 28. Samanlagt mælist hægri blokkin hins vegar með 63 til 66 sæti og vinstri blokkin með 54 til 57 sæti. Ísraelska blaðið Haaretz greindi stöðuna sem svo að úrslitin þyrftu að koma stórkostlega á óvart, og úr samhengi við kannanir og söguna, til þess að hægriflokkarnir myndu ekki ná meirihluta og Gantz tæki við forsætisráðuneytinu. Netanjahú þarf hins vegar að reiða sig á að nokkrir smærri flokkar skríði yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og það gæti mögulega skilað vinstri- og miðjuflokkunum meirihluta. Samkvæmt BBC gæti svo farið að Moshe Feiglin og flokkur hans, Zehut, ráði úrslitum. Feiglin hefur sagt að sér sé alveg sama hvort Netanjahú eða Gantz verður forsætisráðherra. Zehut má flokka til öfgaþjóðernishyggjuflokka. Feiglin hefur til að mynda talað fyrir því að Palestínumenn flytji í burtu af Gasa og Vesturbakkanum og að sýnagóga verði byggð á Musterishæðinni, reit sem bæði múslimar og gyðingar telja einn þann helgasta í heimi. Forsætisráðherrann lofaði því á sunnudag að innlima landtökubyggðir Vesturbakkanum inn í Ísraelsríki ef hann nær endurkjöri. Um 400.000 Gyðingar búa á Vesturbakkanum en um 2,5 milljónir Palestínumanna. Sameinuðu þjóðirnar álíta landtökubyggðirnar ólöglegar. Með loforðinu gerir Netanjahú líklegra að flokkarnir yst á íhaldsvængnum styðji áframhaldandi veru hans í forsætisráðuneytinu. Kosningabaráttan hefur meðal annars einkennst af umræðu um spillingarákærur gegn Netanjahú. Ríkissaksóknari segir að forsætisráðherrann verði ákærður fyrir meinta mútuþægni og fjársvik. Líkúd hefur hins vegar kallað eftir því að Gantz verði einnig rannsakaður fyrir spillingu. Líkúd-liðar telja að fyrirtæki Gantz hafi gert ólöglegan samning við lögreglu. Kahol Lavan hafnar alfarið slíku; Netanjahú sé sá sem standi til að ákæra fyrir spillingu, ekki Gantz. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Kosið er til ísraelska þingsins, Knesset, í dag. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra freistar þess að ná fimmta kjörtímabilinu í embætti. Þótt flokkur hans, Líkúd, mælist ekki stærstur benda kannanir til að ríkisstjórnin haldi velli. Annar Benjamín, fyrrverandi hershöfðinginn Benny Gantz, leiðir sameinað framboð frjálslyndra flokka undir nafninu Kahol Lavan. Sex af níu skoðanakönnunum dagana 4. og 5. apríl benda til þess að framboðið fái flest sætiMeðaltal kannana sýnir Kahol Lavan með 30 sæti af 120, Líkúd með 28. Samanlagt mælist hægri blokkin hins vegar með 63 til 66 sæti og vinstri blokkin með 54 til 57 sæti. Ísraelska blaðið Haaretz greindi stöðuna sem svo að úrslitin þyrftu að koma stórkostlega á óvart, og úr samhengi við kannanir og söguna, til þess að hægriflokkarnir myndu ekki ná meirihluta og Gantz tæki við forsætisráðuneytinu. Netanjahú þarf hins vegar að reiða sig á að nokkrir smærri flokkar skríði yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og það gæti mögulega skilað vinstri- og miðjuflokkunum meirihluta. Samkvæmt BBC gæti svo farið að Moshe Feiglin og flokkur hans, Zehut, ráði úrslitum. Feiglin hefur sagt að sér sé alveg sama hvort Netanjahú eða Gantz verður forsætisráðherra. Zehut má flokka til öfgaþjóðernishyggjuflokka. Feiglin hefur til að mynda talað fyrir því að Palestínumenn flytji í burtu af Gasa og Vesturbakkanum og að sýnagóga verði byggð á Musterishæðinni, reit sem bæði múslimar og gyðingar telja einn þann helgasta í heimi. Forsætisráðherrann lofaði því á sunnudag að innlima landtökubyggðir Vesturbakkanum inn í Ísraelsríki ef hann nær endurkjöri. Um 400.000 Gyðingar búa á Vesturbakkanum en um 2,5 milljónir Palestínumanna. Sameinuðu þjóðirnar álíta landtökubyggðirnar ólöglegar. Með loforðinu gerir Netanjahú líklegra að flokkarnir yst á íhaldsvængnum styðji áframhaldandi veru hans í forsætisráðuneytinu. Kosningabaráttan hefur meðal annars einkennst af umræðu um spillingarákærur gegn Netanjahú. Ríkissaksóknari segir að forsætisráðherrann verði ákærður fyrir meinta mútuþægni og fjársvik. Líkúd hefur hins vegar kallað eftir því að Gantz verði einnig rannsakaður fyrir spillingu. Líkúd-liðar telja að fyrirtæki Gantz hafi gert ólöglegan samning við lögreglu. Kahol Lavan hafnar alfarið slíku; Netanjahú sé sá sem standi til að ákæra fyrir spillingu, ekki Gantz.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira