Síðustu tvö ár algjörar andstæður fyrir nýju meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 17:45 Kyle Guy fagnar titlinum eftir að lokaflautið gall. AP/David J. Phillip Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan. Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP (via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A — SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008. Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda. Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst. „Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter. Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.That moment when you win the #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019 Körfubolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan. Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP (via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A — SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008. Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda. Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst. „Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter. Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.That moment when you win the #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019
Körfubolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira