Bjargráð í sorg Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Ég hitti á dögunum konu sem hafði misst manninn sinn komin á miðjan aldur. Þau höfðu verið félagslega virk og kunnað að njóta lífsins og sameiginlegur uppskerutími var fram undan. Hún sagði mér að þegar maðurinn hennar féll frá hefði hún tekið þá ákvörðun að segja alltaf já við allri félagslegri þátttöku sama hvernig sorgarbylgjurnar dundu á henni. Hún mætti í leikhús, tónleika, matarboð og veislur burt séð frá því hvernig henni leið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessari hraustlegu ákvörðun. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á flottan sálfræðing tala um æskileg viðbrögð á álagstímum. Þar nefndi hún mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu alla tíð og ekki síst þegar áföllin dynja yfir. Þá þarf að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Og þar skiptir svefninn höfuðmáli. Sumt fólk er bjargráðasnillingar. Góð vinkona mín sem missti manninn sinn þegar hún var ung brá á það ráð fyrsta árið eftir áfallið að hún varð alltaf samferða ungum syni þeirra í háttinn á kvöldin. Þannig náði hún að tryggja nægan svefn og hlúa að barninu og sjálfri sér á sama tíma. Þegar sálfræðingurinn snjalli hafði rætt um líkamlega og andlega heilsu bætti hún við: Svo má ekki gleyma félagslegri heilsu. Þá kviknaði á perunni hjá mér og mér varð hugsað til konunnar sem sagði já við öllum tilboðum um félagslega virkni. Einmanaleiki og félagsleg einangrun hefur niðurbrjótandi áhrif og rænir lífsgæðum ekkert síður en svefnleysi og líkamleg vanræksla. Við erum líkamlegar, andlegar og félagslegar verur, og þurfum að hlúa að þessum þáttum alla daga þannig að bjargráðin okkar séu hluti af daglegum lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég hitti á dögunum konu sem hafði misst manninn sinn komin á miðjan aldur. Þau höfðu verið félagslega virk og kunnað að njóta lífsins og sameiginlegur uppskerutími var fram undan. Hún sagði mér að þegar maðurinn hennar féll frá hefði hún tekið þá ákvörðun að segja alltaf já við allri félagslegri þátttöku sama hvernig sorgarbylgjurnar dundu á henni. Hún mætti í leikhús, tónleika, matarboð og veislur burt séð frá því hvernig henni leið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessari hraustlegu ákvörðun. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á flottan sálfræðing tala um æskileg viðbrögð á álagstímum. Þar nefndi hún mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu alla tíð og ekki síst þegar áföllin dynja yfir. Þá þarf að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Og þar skiptir svefninn höfuðmáli. Sumt fólk er bjargráðasnillingar. Góð vinkona mín sem missti manninn sinn þegar hún var ung brá á það ráð fyrsta árið eftir áfallið að hún varð alltaf samferða ungum syni þeirra í háttinn á kvöldin. Þannig náði hún að tryggja nægan svefn og hlúa að barninu og sjálfri sér á sama tíma. Þegar sálfræðingurinn snjalli hafði rætt um líkamlega og andlega heilsu bætti hún við: Svo má ekki gleyma félagslegri heilsu. Þá kviknaði á perunni hjá mér og mér varð hugsað til konunnar sem sagði já við öllum tilboðum um félagslega virkni. Einmanaleiki og félagsleg einangrun hefur niðurbrjótandi áhrif og rænir lífsgæðum ekkert síður en svefnleysi og líkamleg vanræksla. Við erum líkamlegar, andlegar og félagslegar verur, og þurfum að hlúa að þessum þáttum alla daga þannig að bjargráðin okkar séu hluti af daglegum lífsstíl.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun