Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:30 Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. Stjórnvöld hafi fylgst vel með þróun mála hjá félaginu undanfarna mánuði. Lánadrottnar félagsins hafa frest til næsta mánudags til að taka afstöðu til stórfelldra niðurfellinga skulda félagsins sem þó er ekki víst að dugi til að nýir fjárfestar komi að félaginu. Morgunblaðið og Fréttablaðið greina bæði frá því í dag að WOW air hafi viðrað það við stjórnvöld að fá ríkisábyrgð á lán frá Arion banka til skamms tíma til rekstrar félagsins. Þetta hefur hvergi fengist staðfest og fátt hefur verið um svör frá WOW. Hins vegar segir í umfjöllun turisti.is að vafi leiki á því hvort Skúli Mogensen og Indigo Partners eigi ennþá í samningaviðræðum um fjárfestingu Indigo í flugfélaginu. „Blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingafélagsins neitaði í gærkvöldi að svara spurningu Túrista um hvort viðræðurnar væru í gangi eða ekki,“ segir á vef Túrista. Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW, vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. En Túristi telur stöðu félagsins versna dag frá degi og skuldbindingar aukist bæði gagnvart farþegum og starfsmönnum sem og kröfuhöfum, birgjum og stjórnvöldum sem fylgjast meðúr fjarlægð að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Auðvitað er WOW stórt fyrirtæki og það skiptir auðvitað máli hvernig þeim gengur að klára sín mál. Það er auðvitaðástæða þess að við höfum fylgst grannt með þróun mála. En vonum auðvitað það besta,“ segir Katrín. Þegar lággjaldaflugfélagið Air Berlin fór í þrot 2017 ábyrgðust þýsk stjórnvöld reksturinn þar til félagið var selt.Vísir/VilhelmEruð þiðaðskoða alls konar svona leiðir efáfalliðyrði?„Við höfum farið yfir alla valkosti í stöðunni að sjálfsögðu og fylgst vel með málum í raun og veru marga undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur fyrir á þessari stundu,“ segir forsætisráðherra. Hún sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig um það hvort WOW Air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á lán eða ekki. Það sé ljóst að flugfélög víða um heima glími við vanda.Erþetta félag sem máfaraáhausinn?„Það er þannig að sem betur fer eru margar stoðir undir íslensku efnahagslífi. En við erum auðvitað líka lítið hagkerfi. Þannig að þetta skiptir allt máli alveg eins og þegar ekki veiðist loðna. Þá hefur það að sjálfsögðu áhrif áíslenskt hagkerfi og ef það verður einhver brestur í ferðaþjónustu þá hefur það áhrif,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. Stjórnvöld hafi fylgst vel með þróun mála hjá félaginu undanfarna mánuði. Lánadrottnar félagsins hafa frest til næsta mánudags til að taka afstöðu til stórfelldra niðurfellinga skulda félagsins sem þó er ekki víst að dugi til að nýir fjárfestar komi að félaginu. Morgunblaðið og Fréttablaðið greina bæði frá því í dag að WOW air hafi viðrað það við stjórnvöld að fá ríkisábyrgð á lán frá Arion banka til skamms tíma til rekstrar félagsins. Þetta hefur hvergi fengist staðfest og fátt hefur verið um svör frá WOW. Hins vegar segir í umfjöllun turisti.is að vafi leiki á því hvort Skúli Mogensen og Indigo Partners eigi ennþá í samningaviðræðum um fjárfestingu Indigo í flugfélaginu. „Blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingafélagsins neitaði í gærkvöldi að svara spurningu Túrista um hvort viðræðurnar væru í gangi eða ekki,“ segir á vef Túrista. Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW, vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. En Túristi telur stöðu félagsins versna dag frá degi og skuldbindingar aukist bæði gagnvart farþegum og starfsmönnum sem og kröfuhöfum, birgjum og stjórnvöldum sem fylgjast meðúr fjarlægð að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Auðvitað er WOW stórt fyrirtæki og það skiptir auðvitað máli hvernig þeim gengur að klára sín mál. Það er auðvitaðástæða þess að við höfum fylgst grannt með þróun mála. En vonum auðvitað það besta,“ segir Katrín. Þegar lággjaldaflugfélagið Air Berlin fór í þrot 2017 ábyrgðust þýsk stjórnvöld reksturinn þar til félagið var selt.Vísir/VilhelmEruð þiðaðskoða alls konar svona leiðir efáfalliðyrði?„Við höfum farið yfir alla valkosti í stöðunni að sjálfsögðu og fylgst vel með málum í raun og veru marga undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur fyrir á þessari stundu,“ segir forsætisráðherra. Hún sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig um það hvort WOW Air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á lán eða ekki. Það sé ljóst að flugfélög víða um heima glími við vanda.Erþetta félag sem máfaraáhausinn?„Það er þannig að sem betur fer eru margar stoðir undir íslensku efnahagslífi. En við erum auðvitað líka lítið hagkerfi. Þannig að þetta skiptir allt máli alveg eins og þegar ekki veiðist loðna. Þá hefur það að sjálfsögðu áhrif áíslenskt hagkerfi og ef það verður einhver brestur í ferðaþjónustu þá hefur það áhrif,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15