Eyrún segir sig úr VG vegna breytinga á lögum um hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 12:42 Eyþrún er afar ósátt við fyrirhugaðar breytingar á lögum um hatursorðræðu. fbl/eyþór Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. En, hún hefur meðal annars verið varaþingmaður hreyfingarinnar. Þetta gerir hún vegna fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps þar sem til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.Helför og þrælahald „Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi. Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.Eyrún greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gærkvöldi.„Og á þar að leiðandi ekki á hættu á því að bera ábyrgð á að hérlendis verði tjáningarfrelsi hafið yfir vernd minnihlutahópa gegn hatri og andúð með því að haturstjáning verði gerð lögleg,“ segir Eyrún. Lögreglukonan notar nokkuð litríkt líkingarmál til að útskýra hversu ill áform er hér um að ræða:„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum. Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“ Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“ Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt. Alþingi Lög og regla Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17 Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45 Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. En, hún hefur meðal annars verið varaþingmaður hreyfingarinnar. Þetta gerir hún vegna fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps þar sem til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.Helför og þrælahald „Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi. Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.Eyrún greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gærkvöldi.„Og á þar að leiðandi ekki á hættu á því að bera ábyrgð á að hérlendis verði tjáningarfrelsi hafið yfir vernd minnihlutahópa gegn hatri og andúð með því að haturstjáning verði gerð lögleg,“ segir Eyrún. Lögreglukonan notar nokkuð litríkt líkingarmál til að útskýra hversu ill áform er hér um að ræða:„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum. Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“ Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“ Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt.
Alþingi Lög og regla Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17 Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45 Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17
Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22
Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45
Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels