Flóttafólk María Bjarnadóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska kommentakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning. Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku. Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu. Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í kommentakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska kommentakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning. Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku. Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu. Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í kommentakerfinu.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun