Telja að þungmálmar drepi mosa Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2019 06:30 Náttúrufræðistofnun telur þungmálma hafa þau áhrif að mosi skemmist eða drepist á svæðum sem liggja nálægt álverum. Fréttablaðið/GVA Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira