Hluta námslána breytt í styrk Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. mars 2019 06:15 Ráðherra gerir ráð fyrir að frumvarpið rati í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní. Fréttablaðið/Stefán „Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
„Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18