Rússnesk hergögn í Caracas Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 06:51 Mynd sem sögð er tekin í Caracas á laugardag. twitter Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. Haft er eftir rússneskum miðlum að koma vélanna sé liður í hernaðarsamstarfi ríkjanna tveggja en þrír mánuðir eru liðnir síðan Rússar og Venesúelar héldu sameiginlegar heræfingar. Rússar eru meðal styrkustu bandamanna venesúelskra stjórnvalda. Þeir hafa látið milljarða af hendi rakna til ríkisins á liðnum árum, auk þess sem þeir hafa varið sitjandi forseta, Nicolás Maduro, gegn ásókn þingforsetans Juan Guaido og alþjóðlegra stuðningsmanna hans. Venesúelskur blaðamaður sem segist hafa verið staddur á alþjóðaflugvellinum í Caracas um helgina telur sig hafa séð um 100 hermenn ganga úr þotunum tveimur. Þar að auki áætlar hann að um 35 tonn af hergögnum hafi verið ferjaðar úr stærri vélinni, sem var af gerðinni Antonov-124. Þá telur hann sig jafnframt hafa séð hershöfðingjann Vasilý Tonkosjkúrov leiða hermennina frá borði.Hoy llegaron al aeropuerto Internacional de Maiquetía estos dos aviones de la Fuerza Aerea rusa.1 Ilyushin Il-62M1 Antomov 124Fotos: cortesía pic.twitter.com/w7hgQhyivr— Federico Black B. (@FedericoBlackB) March 23, 2019 Þetta er í annað sinn á undanförnum mánuðum sem Rússar senda herþotur til Venesúela, það gerðu þau síðast í desember síðastliðnum. Samband rússneskra og venesúelskra stjórnvalda hefur styrkst á undanförnum mánuðum, samhliða versnandi sambandi Venesúela og þorra Vesturveldanna. Rússar hafa fordæmt það sem þeir telja valdaránstilraun fyrrnefnds Guaido, sem lýsti sjálfan sig forseta landsins í janúar. Guaido nýtur þó stuðnings fjölmargra ríkja, til að mynda Bandaríkjanna og Íslands. Því telja greinendur að Rússar séu með hergagnaflutningi sínum til Caracas að styrkja enn frekar hinn umsetna Maduro gegn íhlutun „bandarískra heimsvaldasinna“ í málefnum Suður-Ameríku. Rússland Venesúela Tengdar fréttir Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41 Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15 Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. Haft er eftir rússneskum miðlum að koma vélanna sé liður í hernaðarsamstarfi ríkjanna tveggja en þrír mánuðir eru liðnir síðan Rússar og Venesúelar héldu sameiginlegar heræfingar. Rússar eru meðal styrkustu bandamanna venesúelskra stjórnvalda. Þeir hafa látið milljarða af hendi rakna til ríkisins á liðnum árum, auk þess sem þeir hafa varið sitjandi forseta, Nicolás Maduro, gegn ásókn þingforsetans Juan Guaido og alþjóðlegra stuðningsmanna hans. Venesúelskur blaðamaður sem segist hafa verið staddur á alþjóðaflugvellinum í Caracas um helgina telur sig hafa séð um 100 hermenn ganga úr þotunum tveimur. Þar að auki áætlar hann að um 35 tonn af hergögnum hafi verið ferjaðar úr stærri vélinni, sem var af gerðinni Antonov-124. Þá telur hann sig jafnframt hafa séð hershöfðingjann Vasilý Tonkosjkúrov leiða hermennina frá borði.Hoy llegaron al aeropuerto Internacional de Maiquetía estos dos aviones de la Fuerza Aerea rusa.1 Ilyushin Il-62M1 Antomov 124Fotos: cortesía pic.twitter.com/w7hgQhyivr— Federico Black B. (@FedericoBlackB) March 23, 2019 Þetta er í annað sinn á undanförnum mánuðum sem Rússar senda herþotur til Venesúela, það gerðu þau síðast í desember síðastliðnum. Samband rússneskra og venesúelskra stjórnvalda hefur styrkst á undanförnum mánuðum, samhliða versnandi sambandi Venesúela og þorra Vesturveldanna. Rússar hafa fordæmt það sem þeir telja valdaránstilraun fyrrnefnds Guaido, sem lýsti sjálfan sig forseta landsins í janúar. Guaido nýtur þó stuðnings fjölmargra ríkja, til að mynda Bandaríkjanna og Íslands. Því telja greinendur að Rússar séu með hergagnaflutningi sínum til Caracas að styrkja enn frekar hinn umsetna Maduro gegn íhlutun „bandarískra heimsvaldasinna“ í málefnum Suður-Ameríku.
Rússland Venesúela Tengdar fréttir Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41 Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15 Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41
Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15
Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10