Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Sighvatur Jónsson skrifar 26. mars 2019 20:15 Fjórtán ára stúlka frá Afganistan, Zainab Safari, segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Zainab flutti til Íslands með móður sinni og bróður í september á síðasta ári. Hún er afgönsk og fæddist í Íran. Zainab hefur aldrei búið í Afganistan. Fjölskyldan flutti frá Íran til Grikklands þaðan sem þau komu til Íslands. Móðir hennar segir að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er enn í Grikklandi. Zainab óskar þess að pabbi hennar bætist í hópinn og fjölskyldan fái að búa hér á landi. Útlendingastofnun hefur ákveðið að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar og hefur vísað fjölskyldunni úr landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun.Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum.Vísir/ArnarBrá að sjá 600 undirskriftir Þegar Zainab er spurð hvernig hún kunni við sig í skólanum svarar hún að hún elski skólann. Hún hafi eignast marga vini, meðal annars tvær stelpur frá Afganistan sem eru líka í Hagaskóla. Skólasystkini Zainab hafa safnað undirskriftum henni til stuðnings. Hún segist vera alsæl með þessa hjálp frá skólafélögunum. Zainab segist ekki hafa trúað því að 600 manns myndu skrifa nafn sitt á listann henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skilað inn kröfu til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins. Er þar vísað til þess að Zainab hafi myndað sterkt tengslanet í Hagaskóla. 600 undirskriftir skólafélaga hennar beri vott um það. „Ef við fáum jákvætt svar þá getum við verið hér áfram og haldið áfram í skólanum,“ segir Zainab. Amir bróðir Zainab er tveimur árum yngri en hún. Hann gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR. Innflytjendamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Fjórtán ára stúlka frá Afganistan, Zainab Safari, segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Zainab flutti til Íslands með móður sinni og bróður í september á síðasta ári. Hún er afgönsk og fæddist í Íran. Zainab hefur aldrei búið í Afganistan. Fjölskyldan flutti frá Íran til Grikklands þaðan sem þau komu til Íslands. Móðir hennar segir að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er enn í Grikklandi. Zainab óskar þess að pabbi hennar bætist í hópinn og fjölskyldan fái að búa hér á landi. Útlendingastofnun hefur ákveðið að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar og hefur vísað fjölskyldunni úr landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun.Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum.Vísir/ArnarBrá að sjá 600 undirskriftir Þegar Zainab er spurð hvernig hún kunni við sig í skólanum svarar hún að hún elski skólann. Hún hafi eignast marga vini, meðal annars tvær stelpur frá Afganistan sem eru líka í Hagaskóla. Skólasystkini Zainab hafa safnað undirskriftum henni til stuðnings. Hún segist vera alsæl með þessa hjálp frá skólafélögunum. Zainab segist ekki hafa trúað því að 600 manns myndu skrifa nafn sitt á listann henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skilað inn kröfu til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins. Er þar vísað til þess að Zainab hafi myndað sterkt tengslanet í Hagaskóla. 600 undirskriftir skólafélaga hennar beri vott um það. „Ef við fáum jákvætt svar þá getum við verið hér áfram og haldið áfram í skólanum,“ segir Zainab. Amir bróðir Zainab er tveimur árum yngri en hún. Hann gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.
Innflytjendamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira