Ögurstundin er runnin upp Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. mars 2019 06:00 WOW boðaði frekari upplýsingar um gang mála í gær, í tilkynningu frá því deginum áður. Engin tilkynning hafði borist frá WOW þegar blaðið fór í prentun seint í gærkvöldi. FBL/ernir Arctica Finance, ráðgjafar WOW air, auk fulltrúa fjárfestingabankasviðs Arion banka róa nú öllum árum að því að fá einkafjárfesta, innlenda og erlenda, auk lífeyrissjóða með háar fjárhæðir að borðinu til þess að bjarga rekstri WOW air fyrir horn á mettíma. Viðmælendur blaðsins sem þekkja til óttast að kraftaverk þurfi til að Skúla Mogensen, eiganda WOW, og félögum takist ætlunarverkið á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Fáir, ef einhverjir, einkafjárfestar séu líklegir í þá vegferð með jafn skömmum fyrirvara án þess að fá tækifæri til þess að grandskoða rekstur félagsins. Ljóst er að tíminn vinnur ekki með félaginu, enda hefur Samgöngustofa, sem veitir flugrekstrarleyfi, fylgst náið með framvindu mála. Skúli fundaði með Samgöngustofu í gær.Sjá einnig: Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt WOW air skuldar um 200 milljónir dollara – skuldabréfaeigendum, Arion banka, ISAVIA ohf., leigusölum, lífeyrissjóðum og öðrum viðskiptavinum – en sú upphæð samsvarar um 24 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru tæplega tveir milljarðar vegna skuldar við ISAVIA. Félagið er skuldbundið til að hafa ávallt eina vél úr flota sínum á Keflavíkurflugvelli til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Sú hugmynd hefur verið viðruð af forsvarsfólki WOW að ISAVIA gefi eftir hluta skuldarinnar. Ummæli ráðamanna í gær gefa ekki tilefni til þess að ætla að stjórnvöld grípi inn í með beinum hætti. „Ég tel það ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur eins og þennan,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. WOW air tapaði 22 milljörðum á síðasta ári. Viðmælendur blaðsins óttast að sú staðreynd að tvær vélar úr flota WOW voru kyrrsettar í gær með tilheyrandi truflun á flugi hafi haft gríðarleg áhrif. Þær fregnir hafi ratað í alþjóðlega fjölmiðla og umkvartanir óánægðra farþega sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06 Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Arctica Finance, ráðgjafar WOW air, auk fulltrúa fjárfestingabankasviðs Arion banka róa nú öllum árum að því að fá einkafjárfesta, innlenda og erlenda, auk lífeyrissjóða með háar fjárhæðir að borðinu til þess að bjarga rekstri WOW air fyrir horn á mettíma. Viðmælendur blaðsins sem þekkja til óttast að kraftaverk þurfi til að Skúla Mogensen, eiganda WOW, og félögum takist ætlunarverkið á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Fáir, ef einhverjir, einkafjárfestar séu líklegir í þá vegferð með jafn skömmum fyrirvara án þess að fá tækifæri til þess að grandskoða rekstur félagsins. Ljóst er að tíminn vinnur ekki með félaginu, enda hefur Samgöngustofa, sem veitir flugrekstrarleyfi, fylgst náið með framvindu mála. Skúli fundaði með Samgöngustofu í gær.Sjá einnig: Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt WOW air skuldar um 200 milljónir dollara – skuldabréfaeigendum, Arion banka, ISAVIA ohf., leigusölum, lífeyrissjóðum og öðrum viðskiptavinum – en sú upphæð samsvarar um 24 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru tæplega tveir milljarðar vegna skuldar við ISAVIA. Félagið er skuldbundið til að hafa ávallt eina vél úr flota sínum á Keflavíkurflugvelli til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Sú hugmynd hefur verið viðruð af forsvarsfólki WOW að ISAVIA gefi eftir hluta skuldarinnar. Ummæli ráðamanna í gær gefa ekki tilefni til þess að ætla að stjórnvöld grípi inn í með beinum hætti. „Ég tel það ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur eins og þennan,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. WOW air tapaði 22 milljörðum á síðasta ári. Viðmælendur blaðsins óttast að sú staðreynd að tvær vélar úr flota WOW voru kyrrsettar í gær með tilheyrandi truflun á flugi hafi haft gríðarleg áhrif. Þær fregnir hafi ratað í alþjóðlega fjölmiðla og umkvartanir óánægðra farþega sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06 Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06
Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45