Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 13:16 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Eric Schultz Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Hann sagði það nauðsynlegt og að stofnunin þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. Í sumar verða 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu, en það var síðast gert árið 1972. Þetta sagði Pence á fundi Geimráðs Bandaríkjanna. Varaforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja. Hann sagði að fyrra markmiðið hefði verið að lenda mönnunum á tunglinu í fyrsta lagið árið 2028. Pence viðurkenndi að til að ná nýja markmiðinu þyrfti mikla hæfileika og sömuleiðis peninga. „Það er kominn tími til að spýta í lófana,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pence. „Þetta getur gerst, en mun ekki gerast nema við gefum í.“ Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, staðhæfði að starfsmenn stofnunarinnar myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að ná markmiði þessu. Sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við dró það þó verulega í efa. Það þyrfti að þróa, byggja og prófa nýtt lendingarfar, sem er tímafrekt ferli. Þar að auki þyrfti nánast öll fjárveiting NASA að fara í þetta verkefniVísir/NASABridenstine segir nauðsynlegt að fá nýja eldflaug NASA, Space Launch System, í notkun. Pence gagnrýndi þá eldflaug hins vegar og sagði hana gott dæmi um verkefni sem væri að drukkna í stjórnsýslu. Þar þyrfti einnig að spýta í lófana.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Bridenstein sagði að könnun NASA hefði leitt í ljós að eldflaugar einkafyrirtækja eins og SpaceX og United Launch Alliance myndu ekki duga fyrir djúp-geimverkefni. Það er að segja að þær dugi ekki til þess að skjóta geimförum NASA til tunglsins og Mars. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó lagt verulega niðurskurði til varðandi þróun SLS-eldflaugarinnar. NASA birti meðfylgjandi myndband um ætlanir sínar fyrir tveimur vikum. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Hann sagði það nauðsynlegt og að stofnunin þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. Í sumar verða 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu, en það var síðast gert árið 1972. Þetta sagði Pence á fundi Geimráðs Bandaríkjanna. Varaforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja. Hann sagði að fyrra markmiðið hefði verið að lenda mönnunum á tunglinu í fyrsta lagið árið 2028. Pence viðurkenndi að til að ná nýja markmiðinu þyrfti mikla hæfileika og sömuleiðis peninga. „Það er kominn tími til að spýta í lófana,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pence. „Þetta getur gerst, en mun ekki gerast nema við gefum í.“ Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, staðhæfði að starfsmenn stofnunarinnar myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að ná markmiði þessu. Sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við dró það þó verulega í efa. Það þyrfti að þróa, byggja og prófa nýtt lendingarfar, sem er tímafrekt ferli. Þar að auki þyrfti nánast öll fjárveiting NASA að fara í þetta verkefniVísir/NASABridenstine segir nauðsynlegt að fá nýja eldflaug NASA, Space Launch System, í notkun. Pence gagnrýndi þá eldflaug hins vegar og sagði hana gott dæmi um verkefni sem væri að drukkna í stjórnsýslu. Þar þyrfti einnig að spýta í lófana.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Bridenstein sagði að könnun NASA hefði leitt í ljós að eldflaugar einkafyrirtækja eins og SpaceX og United Launch Alliance myndu ekki duga fyrir djúp-geimverkefni. Það er að segja að þær dugi ekki til þess að skjóta geimförum NASA til tunglsins og Mars. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó lagt verulega niðurskurði til varðandi þróun SLS-eldflaugarinnar. NASA birti meðfylgjandi myndband um ætlanir sínar fyrir tveimur vikum.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira