Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 09:33 Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Vídir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“ Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“
Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49