Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 12:39 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. Hugur Icelandair sé hjá starfsmönnum WOW á þessum sorgardegi í flugsögu Íslands. Bogi, sem ræddi við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2, segir að töluverður fjöldi fólks hafi sett sig í samband við Icelandair eftir að ljóst var að WOW hefði hætt starfsemi. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem meðal annars felst í því að bjóða strandaglópum upp á sérfargjöld og að flytja starfsfólk WOW aftur til síns heima - því að kostnaðarlausu.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Enn er uppi óvissa um hvort Icelandair getur reitt sig á Boeing 737 MAX-vélarnar í áætlunarflugi sínu á næstu mánuðum. Félagið hefur notast við þrjár slíkar vélar en hafði fyrirhugað að hafa tekið níu MAX-þotur í notkun fyrir sumarið. Þau áform eru þó í lausu lofti eftir víðtækar kyrrsetningu á vélunum í kjölfar tveggja mannskæðra slysa á síðustu mánuðum. Bogi segir að fari svo að kyrrsetningin dragist á langinn verði Icelandair vitaskuld að gera viðeigandi breytingar á leiðakerfi sínu. Hann búist þó við því að til þess muni ekki koma, Boeing hafi gengið frá hugbúnaðaruppfærslu sem vonir standa til að verði til þess að vinda ofan af kyrrsetningunni. Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. Hugur Icelandair sé hjá starfsmönnum WOW á þessum sorgardegi í flugsögu Íslands. Bogi, sem ræddi við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2, segir að töluverður fjöldi fólks hafi sett sig í samband við Icelandair eftir að ljóst var að WOW hefði hætt starfsemi. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem meðal annars felst í því að bjóða strandaglópum upp á sérfargjöld og að flytja starfsfólk WOW aftur til síns heima - því að kostnaðarlausu.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Enn er uppi óvissa um hvort Icelandair getur reitt sig á Boeing 737 MAX-vélarnar í áætlunarflugi sínu á næstu mánuðum. Félagið hefur notast við þrjár slíkar vélar en hafði fyrirhugað að hafa tekið níu MAX-þotur í notkun fyrir sumarið. Þau áform eru þó í lausu lofti eftir víðtækar kyrrsetningu á vélunum í kjölfar tveggja mannskæðra slysa á síðustu mánuðum. Bogi segir að fari svo að kyrrsetningin dragist á langinn verði Icelandair vitaskuld að gera viðeigandi breytingar á leiðakerfi sínu. Hann búist þó við því að til þess muni ekki koma, Boeing hafi gengið frá hugbúnaðaruppfærslu sem vonir standa til að verði til þess að vinda ofan af kyrrsetningunni.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30