Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:19 Frá kröfugöngu hægriöfgamanna í Þýskalandi árið 2017. Stuðningsmenn Pegida-samtakanna veifa fána með tákn þjóðernishreyfingar hvíts fólks sem hefur dreift úr sér um Evrópu. Vísir/EPA Austurrísk stjórnvöld íhuga nú að banna starfsemi þarlends hægriöfgahóps eftir að í ljós kom að ástralskur karlmaður sem myrti tugi manna í tveimur moskum í Christchuch á Nýja-Sjálandi gaf leiðtoga hópsins fé. Saksóknarar í Austurríki hafa staðfest að 28 ára gamall karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið fimmtíu manns til bana í Christchurch hafi gefið Martin Sellner, leiðtoga Þjóðernishreyfingar Austurríkis (Identitarian Movement (IBÖ)), 1.500 evrur, jafnvirði rúmlega 200.000 króna. Einnig hefur verið staðfest að ástralski morðinginn heimsótti Austurríki í nóvember. Sellner staðfestir að hann hafi fengið framlagið en hafnar því að hann tengist morðingjanum á nokkurn hátt. IBÖ eru hægriöfgasamtök sem eru andsnúin fjölmenningu og segjast „verja“ hvíta Evrópubúa fyrir innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hreyfingin hefur skotið rótum í nokkrum Evrópulöndum. Áhangendur hennar leigðu meðal annars skip til að reyna að stöðva för farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu árið 2017. Aðhyllast þeir rakalausa samsæriskenningu um að innflytjendur muni ryðja hvítu fólki úr vegi á Vesturlöndum og gera að minnihluta. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að yfirvöld rannsaki nú hvort að IBÖ teljist vera hryðjuverkasamtök. Leiði rannsókn það í ljós komi til greina að leysa samtökin upp. Sellner segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í íbúð hans í Vín á mánudag og lagt hald á síma hans, tölvu og fleiri raftæki. Austurríki Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53 Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Austurrísk stjórnvöld íhuga nú að banna starfsemi þarlends hægriöfgahóps eftir að í ljós kom að ástralskur karlmaður sem myrti tugi manna í tveimur moskum í Christchuch á Nýja-Sjálandi gaf leiðtoga hópsins fé. Saksóknarar í Austurríki hafa staðfest að 28 ára gamall karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið fimmtíu manns til bana í Christchurch hafi gefið Martin Sellner, leiðtoga Þjóðernishreyfingar Austurríkis (Identitarian Movement (IBÖ)), 1.500 evrur, jafnvirði rúmlega 200.000 króna. Einnig hefur verið staðfest að ástralski morðinginn heimsótti Austurríki í nóvember. Sellner staðfestir að hann hafi fengið framlagið en hafnar því að hann tengist morðingjanum á nokkurn hátt. IBÖ eru hægriöfgasamtök sem eru andsnúin fjölmenningu og segjast „verja“ hvíta Evrópubúa fyrir innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hreyfingin hefur skotið rótum í nokkrum Evrópulöndum. Áhangendur hennar leigðu meðal annars skip til að reyna að stöðva för farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu árið 2017. Aðhyllast þeir rakalausa samsæriskenningu um að innflytjendur muni ryðja hvítu fólki úr vegi á Vesturlöndum og gera að minnihluta. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að yfirvöld rannsaki nú hvort að IBÖ teljist vera hryðjuverkasamtök. Leiði rannsókn það í ljós komi til greina að leysa samtökin upp. Sellner segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í íbúð hans í Vín á mánudag og lagt hald á síma hans, tölvu og fleiri raftæki.
Austurríki Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53 Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Moskan opnuð á ný Al-Noor moskan í Cristchurch, vettvangur mannskæðasta hryðjuverks í sögu Nýja-Sjálands, var opnuð á ný í nótt 23. mars 2019 08:53
Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25. mars 2019 12:28
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46