„Við Suðurnesjamenn erum ýmsu vanir“ Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 28. mars 2019 14:31 Yfirvöld Reykjanesbæjar hafa áhyggjur af störfum á svæðinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir meðlimi bæjarstjórnar hafa vaknað upp við þungt högg í morgun. „Hugur okkar hefur náttúrulega verið hjá þessu starfsfólki sem er að missa vinnuna. Þetta kemur auðvitað mjög illa við okkur. Það hefur verið uppbygging og uppgangur hjá okkur í Reykjanesbæ og svo sem á Suðurnesjum í heild sinni. Þannig að þetta verður erfitt fyrir okkur en við Suðurnesjamenn erum ýmsu vanir,“ sagði Jóhann. Hann bætti við að þó rykið ætti eftir að setjast væri hann hræddur um að þetta muni hafa slæm áhrif. Varðandi tekjuhlið sveitarfélagsins sagði hann nauðsynlegt að skoða það í kjölinn. „En það er alveg ljóst að þegar fólk er að missa vinnuna, þá hefur það áhrif á sveitarfélagið,“ sagði Jóhann. Reykjanesbær hefur sett saman viðbragðshóp og verið í samskiptum við Vinnumálastofnun og verkalýðshreyfinguna. Jóhann sagði bæjaryfirvöld hafa áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti haft áhrif á sex til sjö hundruð afleidd störf á svæðinu. Það ætti eftir að koma í ljós. „Við munu gera allt sem við getum til að koma til móts við fólk, eins og hægt er.“ Fréttir af flugi Reykjanesbær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi. 28. mars 2019 13:30 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
Yfirvöld Reykjanesbæjar hafa áhyggjur af störfum á svæðinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir meðlimi bæjarstjórnar hafa vaknað upp við þungt högg í morgun. „Hugur okkar hefur náttúrulega verið hjá þessu starfsfólki sem er að missa vinnuna. Þetta kemur auðvitað mjög illa við okkur. Það hefur verið uppbygging og uppgangur hjá okkur í Reykjanesbæ og svo sem á Suðurnesjum í heild sinni. Þannig að þetta verður erfitt fyrir okkur en við Suðurnesjamenn erum ýmsu vanir,“ sagði Jóhann. Hann bætti við að þó rykið ætti eftir að setjast væri hann hræddur um að þetta muni hafa slæm áhrif. Varðandi tekjuhlið sveitarfélagsins sagði hann nauðsynlegt að skoða það í kjölinn. „En það er alveg ljóst að þegar fólk er að missa vinnuna, þá hefur það áhrif á sveitarfélagið,“ sagði Jóhann. Reykjanesbær hefur sett saman viðbragðshóp og verið í samskiptum við Vinnumálastofnun og verkalýðshreyfinguna. Jóhann sagði bæjaryfirvöld hafa áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti haft áhrif á sex til sjö hundruð afleidd störf á svæðinu. Það ætti eftir að koma í ljós. „Við munu gera allt sem við getum til að koma til móts við fólk, eins og hægt er.“
Fréttir af flugi Reykjanesbær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi. 28. mars 2019 13:30 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi. 28. mars 2019 13:30
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15