Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra Íslensk stjórnvöld eru tilbúin að senda leiguvél til að ferja bandaríska strandaglópa hér á landi heim til sín í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigurður sagði að almennt hefði gengið vel að aðstoða erlenda farþega WOW air sem setið hafa fastir á Íslandi. „Það hefur gengið framar vonum. Það eru fjölmörg flugfélög, ein sjö, sem taka þátt í þessu. Icelandair langstærst og ég vil hrósa þeim öllum fyrir að standa svona vel að verki.“ Þá hafi einkum gengið vel að ferja fólk til Evrópu en einhverjir hnökrar hafi verið á fólksflutningum til Norður-Ameríku. Tekist verði á við vandann ef þörf er á. „Okkar hópur er að meta það og ef það reynist þannig að það þurfi að hjálpa til þá erum við tilbúnir að senda kannski eina leiguvél, hvort sem það er á sunnudag, mánudag eða síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi strandaglóparnir einnig kost á að fljúga til Evrópu og nýta sér björgunarfargjöldin þaðan til Bandaríkjanna. Sigurður Ingi sagði jafnframt að vel hefði gengið að koma Íslendingum heim sem áttu bókað flug með WOW air.Viðtalið við samgönguráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 6:12. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Klámsíða býður strandaglópum WOW fría áskrift Klámsíðan Brazzers greinir frá því Twitter-reikningi fyrirtækisins að það ætli sér að bjóða farþegum sem eru strandaglópar vegna falls WOW air fría áskrift að vefsíðu Brazzers. 29. mars 2019 11:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru tilbúin að senda leiguvél til að ferja bandaríska strandaglópa hér á landi heim til sín í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigurður sagði að almennt hefði gengið vel að aðstoða erlenda farþega WOW air sem setið hafa fastir á Íslandi. „Það hefur gengið framar vonum. Það eru fjölmörg flugfélög, ein sjö, sem taka þátt í þessu. Icelandair langstærst og ég vil hrósa þeim öllum fyrir að standa svona vel að verki.“ Þá hafi einkum gengið vel að ferja fólk til Evrópu en einhverjir hnökrar hafi verið á fólksflutningum til Norður-Ameríku. Tekist verði á við vandann ef þörf er á. „Okkar hópur er að meta það og ef það reynist þannig að það þurfi að hjálpa til þá erum við tilbúnir að senda kannski eina leiguvél, hvort sem það er á sunnudag, mánudag eða síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi strandaglóparnir einnig kost á að fljúga til Evrópu og nýta sér björgunarfargjöldin þaðan til Bandaríkjanna. Sigurður Ingi sagði jafnframt að vel hefði gengið að koma Íslendingum heim sem áttu bókað flug með WOW air.Viðtalið við samgönguráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 6:12.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Klámsíða býður strandaglópum WOW fría áskrift Klámsíðan Brazzers greinir frá því Twitter-reikningi fyrirtækisins að það ætli sér að bjóða farþegum sem eru strandaglópar vegna falls WOW air fría áskrift að vefsíðu Brazzers. 29. mars 2019 11:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30
Klámsíða býður strandaglópum WOW fría áskrift Klámsíðan Brazzers greinir frá því Twitter-reikningi fyrirtækisins að það ætli sér að bjóða farþegum sem eru strandaglópar vegna falls WOW air fría áskrift að vefsíðu Brazzers. 29. mars 2019 11:15