Boeing kyrrsetur allar 737 Max þotur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. mars 2019 06:43 Bandaríkjamenn hafa kyrrsett Boeing 737 Max vélarnar. vísir/getty Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Hingað til höfðu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) haldið að sér höndum og ekki bannað notkun vélanna þrátt fyrir að fjöldi ríkja, þar á meðal Ísland hafi gert það. Bandaríkjamenn fylgdu þá í kjölfar annarra ríkja þegar í ljós kom að slysin tvö megi líklega rekja til sama atriðis. Skömmu síðar ákvað Boeing að kyrrsetja flotann eins og hann leggur sig, en 371 þota hefur verið smíðuð af þessari gerð. Í yfirlýsingu frá Boeing kom fram að fyrirtækið hafi enn fulla trúa á öryggi 737 Max-vélanna. Það hafi engu að síður ákveðið að kyrrsetja vélarnar til að gæta „fyllstu varúðar“ og til að fullvissa almenning um öryggi þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. FAA komst að því að líkindi væru á milli slyssins í Eþíópíu og annars sem átti sér stað í Indónesíu í október. Þar fórust 189 manns. Greint hefur verið frá því að bandarískir flugmenn hafi kvartað undan vandamálum við að stýra 737 Max-vélunum í flugtaki. Þau vandamál eru talin líkjast þeim sem leiddu til slyssins í Indónesíu. Eþíópíska vélin hrapaði einnig skömmu eftir flugtak. „Við erum að gera allt sem við getum til að skilja orsakir slysanna í samstarfi við rannsakendur, að bæta öryggi og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Dennis Muilenburg, forseti, forstjóri og stjórnarformaður Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Hingað til höfðu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) haldið að sér höndum og ekki bannað notkun vélanna þrátt fyrir að fjöldi ríkja, þar á meðal Ísland hafi gert það. Bandaríkjamenn fylgdu þá í kjölfar annarra ríkja þegar í ljós kom að slysin tvö megi líklega rekja til sama atriðis. Skömmu síðar ákvað Boeing að kyrrsetja flotann eins og hann leggur sig, en 371 þota hefur verið smíðuð af þessari gerð. Í yfirlýsingu frá Boeing kom fram að fyrirtækið hafi enn fulla trúa á öryggi 737 Max-vélanna. Það hafi engu að síður ákveðið að kyrrsetja vélarnar til að gæta „fyllstu varúðar“ og til að fullvissa almenning um öryggi þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. FAA komst að því að líkindi væru á milli slyssins í Eþíópíu og annars sem átti sér stað í Indónesíu í október. Þar fórust 189 manns. Greint hefur verið frá því að bandarískir flugmenn hafi kvartað undan vandamálum við að stýra 737 Max-vélunum í flugtaki. Þau vandamál eru talin líkjast þeim sem leiddu til slyssins í Indónesíu. Eþíópíska vélin hrapaði einnig skömmu eftir flugtak. „Við erum að gera allt sem við getum til að skilja orsakir slysanna í samstarfi við rannsakendur, að bæta öryggi og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Dennis Muilenburg, forseti, forstjóri og stjórnarformaður Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30