Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 06:31 Frá vettvangi í Christchurch. vísir/epa Að minnsta kosti 49 manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að aðeins sé hægt að lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Fjórir eru í haldi grunaðir um verknaðinn, þrír karlar og ein kona, en Mike Bush, lögreglustjóri, segist ekki geta útilokað að fleiri sem eigi aðild að ódæðinu gangi lausir. Einn af árásarmönnunum er ástralskur ríkisborgari. Árásarmennirnir er lýst sem öfgahægrimönnum. Ardern ávarpaði þjóð sína núna rétt rúmlega hálfsjö að íslenskum tíma. Áður hafði hún ávarpað þjóðina í nótt, skömmu eftir árásina. Að sögn Ardern var enginn hinna grunuðu á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. „Við Nýsjálendingar vorum ekki valin í þessa árás vegna þess að við látum rasisma óátalinn eða vegna þess að við erum land öfganna. Við vorum einmitt valin vegna þess að við erum ekkert af þessu,“ sagði Ardern í ávarpi sínu nú í morgun. „Við stöndum fyrir fjölbreytni og samkennd, að vera heimili fyrir þá sem deila okkar gildum, skjól fyrir þá sem það þurfa. Þessi gildi verða ekki og mega ekki brotna vegna þessarar árásar. Við erum stolt þjóð með meira en 200 kynþætti og 160 tungumál,“ sagði Ardern. Vitni hafa lýst því að þau hafi séð fólk hlaupa burt eins og það ætti lífið að leysa. Þá lá blóðugt fólk á jörðinni fyrir utan aðra moskuna. Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hafa fundið bíla sem búið var að festa sprengjur við og hefur að öllum líkindum átt að sprengja þá í loft upp.Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna. Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Að minnsta kosti 49 manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að aðeins sé hægt að lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Fjórir eru í haldi grunaðir um verknaðinn, þrír karlar og ein kona, en Mike Bush, lögreglustjóri, segist ekki geta útilokað að fleiri sem eigi aðild að ódæðinu gangi lausir. Einn af árásarmönnunum er ástralskur ríkisborgari. Árásarmennirnir er lýst sem öfgahægrimönnum. Ardern ávarpaði þjóð sína núna rétt rúmlega hálfsjö að íslenskum tíma. Áður hafði hún ávarpað þjóðina í nótt, skömmu eftir árásina. Að sögn Ardern var enginn hinna grunuðu á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. „Við Nýsjálendingar vorum ekki valin í þessa árás vegna þess að við látum rasisma óátalinn eða vegna þess að við erum land öfganna. Við vorum einmitt valin vegna þess að við erum ekkert af þessu,“ sagði Ardern í ávarpi sínu nú í morgun. „Við stöndum fyrir fjölbreytni og samkennd, að vera heimili fyrir þá sem deila okkar gildum, skjól fyrir þá sem það þurfa. Þessi gildi verða ekki og mega ekki brotna vegna þessarar árásar. Við erum stolt þjóð með meira en 200 kynþætti og 160 tungumál,“ sagði Ardern. Vitni hafa lýst því að þau hafi séð fólk hlaupa burt eins og það ætti lífið að leysa. Þá lá blóðugt fólk á jörðinni fyrir utan aðra moskuna. Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hafa fundið bíla sem búið var að festa sprengjur við og hefur að öllum líkindum átt að sprengja þá í loft upp.Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna. Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira