Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor fékk frábærar móttökur hjá stuðningsmönnum Boston Bruins. AP/Michael Dwyer Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans ConorMcGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. Írski bardagakappinn ConorMcGregor hélt upp á dag heilags Patreks í Boston en kvöldið áður var hann heiðursgestur á heimaleik BostonBruins.Conor mætti í klefann hjá Bruins-liðinu fyrir leik og peppaði heimamenn upp fyrir leikinn en McGregor sá einnig um upphafskastið í leiknum þegar hann lét pökkinn falla út á miðjum ís.When I say “Boston!” You say “Strong” “BOSTON!”... pic.twitter.com/RdcuJS34Ek — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) March 17, 2019 Það vakti mikla athygli þegar JoseMourinho, fyrrum stjóri ManchesterUnited, flaug á hausinn við svipað tækifæri í Rússlandi en Írinn stóð spakur og hélt fullkomnu jafnvægi ólíkt Portúgalanum.BostonBruins liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en Conor náði greinilega að kveikja í mönnum því liðið vann þarna 2-1 sigur á ColumbusBlueJackets.Conor skemmti sér greinilega konunglega á leiknum og áhorfendur voru líka mjög ánægðir með hann og létu vel í sér heyra honum til heiðurs.We had the luck of the Irish on our side last night. @TheNotoriousMMA | #BehindTheBpic.twitter.com/1Q68rDiLHU — Boston Bruins (@NHLBruins) March 17, 2019Dagur heilags Patreks er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af verndardýrlingum Írlands. Það eru sterk tengsl á milli Írlands og Boston og það var því vel við hæfi að bjóða Conor á svæðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu sérstaka kvöldi fyrir ConorMcGregor. Þar sést hann í klefanum fyrir leik, út á ísnum og svo sem áhorfandi. Conor krossbrá meira að segja einu sinni þegar pökkurinn skall í rúðunni fyrir framan hann. Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Sjá meira
Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans ConorMcGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. Írski bardagakappinn ConorMcGregor hélt upp á dag heilags Patreks í Boston en kvöldið áður var hann heiðursgestur á heimaleik BostonBruins.Conor mætti í klefann hjá Bruins-liðinu fyrir leik og peppaði heimamenn upp fyrir leikinn en McGregor sá einnig um upphafskastið í leiknum þegar hann lét pökkinn falla út á miðjum ís.When I say “Boston!” You say “Strong” “BOSTON!”... pic.twitter.com/RdcuJS34Ek — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) March 17, 2019 Það vakti mikla athygli þegar JoseMourinho, fyrrum stjóri ManchesterUnited, flaug á hausinn við svipað tækifæri í Rússlandi en Írinn stóð spakur og hélt fullkomnu jafnvægi ólíkt Portúgalanum.BostonBruins liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en Conor náði greinilega að kveikja í mönnum því liðið vann þarna 2-1 sigur á ColumbusBlueJackets.Conor skemmti sér greinilega konunglega á leiknum og áhorfendur voru líka mjög ánægðir með hann og létu vel í sér heyra honum til heiðurs.We had the luck of the Irish on our side last night. @TheNotoriousMMA | #BehindTheBpic.twitter.com/1Q68rDiLHU — Boston Bruins (@NHLBruins) March 17, 2019Dagur heilags Patreks er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af verndardýrlingum Írlands. Það eru sterk tengsl á milli Írlands og Boston og það var því vel við hæfi að bjóða Conor á svæðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu sérstaka kvöldi fyrir ConorMcGregor. Þar sést hann í klefanum fyrir leik, út á ísnum og svo sem áhorfandi. Conor krossbrá meira að segja einu sinni þegar pökkurinn skall í rúðunni fyrir framan hann.
Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Sjá meira