Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 12:18 Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett skammt frá torginu þar sem árásin var gerð í morgun. Mynd/Aðsend Íslenskur námsmáður í hollensku borginni Utrecht, þar sem gerð var mannskæð skotárás í sporvagni í morgun, segir óþægilegt að vita af því að vinkona hennar hafi verið á vettvangi árásarinnar í morgun. Utrecht sé jafnframt afar friðsæl borg og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. Árásarmaður hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, í morgun. Þegar þetta er ritað er minnst einn sagður hafa látist í árásinni og sex eru særðir. Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett í grennd við torgið þar sem árásin var gerð í morgun en var mætt í skólann þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegi. Guðrún segist hafa fengið litlar upplýsingar um árásina frá yfirvöldum framan af morgni en nú skömmu fyrir klukkan 12 að íslenskum tíma var skólanum lokað. „Búið að stigmagnast heldur núna, búið að loka öllum skólanum. Enginn kemst út eða inn,“ segir Guðrún.Frá vettvangi í Utrecht í morgun.EPA/EFEÓhugnanlegt að vita ekki neitt Þá segir hún það afar óþægilegt að vita til þess að árásin hafi verið gerð svo nærri heimili hennar. „Mjög óþægilegt. Vinkona mín var þarna í morgun og mér finnst það líka ótrúlega óþægilegt. Og það er ekki búið að ná þessum manni, eða mönnum, og það er líka mjög óhugnanlegt. Að vita ekki neitt.“ Aðspurð segir Guðrún Utrecht afar friðsæla borg. Það hafi því komið henni á óvart að frétta af árásinni innan borgarmarkanna. „Já, mjög friðsæl. Þetta er svona eins og lítil Amsterdam, mjög kósí og hugguleg borg. Mér finnst aldrei neitt gerast hérna, svo kemur þetta. Það kom mér mjög á óvart.“ Öryggisgæsla hefur verið aukin í Hollandi í kjölfar árásarinnar, til dæmis á flugvöllum og í skólum. Þá hefur mikill viðbúnaður lögreglu verið við torgið þar sem árásin var gerð en árásarmaðurinn er sagður hafa flúið vettvang á rauðum bíl. Holland Tengdar fréttir Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Íslenskur námsmáður í hollensku borginni Utrecht, þar sem gerð var mannskæð skotárás í sporvagni í morgun, segir óþægilegt að vita af því að vinkona hennar hafi verið á vettvangi árásarinnar í morgun. Utrecht sé jafnframt afar friðsæl borg og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. Árásarmaður hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, í morgun. Þegar þetta er ritað er minnst einn sagður hafa látist í árásinni og sex eru særðir. Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett í grennd við torgið þar sem árásin var gerð í morgun en var mætt í skólann þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegi. Guðrún segist hafa fengið litlar upplýsingar um árásina frá yfirvöldum framan af morgni en nú skömmu fyrir klukkan 12 að íslenskum tíma var skólanum lokað. „Búið að stigmagnast heldur núna, búið að loka öllum skólanum. Enginn kemst út eða inn,“ segir Guðrún.Frá vettvangi í Utrecht í morgun.EPA/EFEÓhugnanlegt að vita ekki neitt Þá segir hún það afar óþægilegt að vita til þess að árásin hafi verið gerð svo nærri heimili hennar. „Mjög óþægilegt. Vinkona mín var þarna í morgun og mér finnst það líka ótrúlega óþægilegt. Og það er ekki búið að ná þessum manni, eða mönnum, og það er líka mjög óhugnanlegt. Að vita ekki neitt.“ Aðspurð segir Guðrún Utrecht afar friðsæla borg. Það hafi því komið henni á óvart að frétta af árásinni innan borgarmarkanna. „Já, mjög friðsæl. Þetta er svona eins og lítil Amsterdam, mjög kósí og hugguleg borg. Mér finnst aldrei neitt gerast hérna, svo kemur þetta. Það kom mér mjög á óvart.“ Öryggisgæsla hefur verið aukin í Hollandi í kjölfar árásarinnar, til dæmis á flugvöllum og í skólum. Þá hefur mikill viðbúnaður lögreglu verið við torgið þar sem árásin var gerð en árásarmaðurinn er sagður hafa flúið vettvang á rauðum bíl.
Holland Tengdar fréttir Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52