Íbúum verður gert að yfirgefa hús sín þegar skorsteinninn verður felldur Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:55 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. FBL/GVA Áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 12:15 næstkomandi fimmtudag. Miðast það við að framvinda við undirbúning gangi eftir. Ef undirbúningur gengur ekki eftir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yfirstaðin og hætta liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 metra fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarinn. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir fellingu. Faxabrautinni verður lokað að morgni fellinga dags. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði sem að fólk getur fylgst með fellingunni.Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan öryggissvæðisins, sem ekki verða beðnir um að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður. Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum. Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum. Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti. Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Akranes Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 12:15 næstkomandi fimmtudag. Miðast það við að framvinda við undirbúning gangi eftir. Ef undirbúningur gengur ekki eftir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yfirstaðin og hætta liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 metra fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarinn. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir fellingu. Faxabrautinni verður lokað að morgni fellinga dags. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði sem að fólk getur fylgst með fellingunni.Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan öryggissvæðisins, sem ekki verða beðnir um að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður. Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum. Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum. Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti. Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina.
Akranes Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira