Íbúum verður gert að yfirgefa hús sín þegar skorsteinninn verður felldur Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:55 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. FBL/GVA Áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 12:15 næstkomandi fimmtudag. Miðast það við að framvinda við undirbúning gangi eftir. Ef undirbúningur gengur ekki eftir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yfirstaðin og hætta liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 metra fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarinn. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir fellingu. Faxabrautinni verður lokað að morgni fellinga dags. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði sem að fólk getur fylgst með fellingunni.Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan öryggissvæðisins, sem ekki verða beðnir um að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður. Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum. Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum. Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti. Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Akranes Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 12:15 næstkomandi fimmtudag. Miðast það við að framvinda við undirbúning gangi eftir. Ef undirbúningur gengur ekki eftir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yfirstaðin og hætta liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 metra fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarinn. Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir fellingu. Faxabrautinni verður lokað að morgni fellinga dags. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði sem að fólk getur fylgst með fellingunni.Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan öryggissvæðisins, sem ekki verða beðnir um að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður. Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum. Íbúar Akraness tóku þátt í íbúakosningu um framtíð strompsins en þar vildu rúm 94 prósent hann í burtu. Kusu 1.023 strompinn burt en 63 vildu halda honum. Mannvit hafði birt úttekt á viðhaldskostnaði ef að strompurinn fengi að standa. Hefði upphafskostnaðurinn verið 30 milljónir króna en síðan tvær til þrjár milljónir króna á nokkurra ára fresti. Um er að ræða hluta af niðurrifi á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, sem reist var á árunum 1956 til 1958, en fyrirhugað er að reisa 356 íbúðir á Sementsreitnum ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina.
Akranes Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira