Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 07:15 Húsið á Geirsgötu 11 hefur staðið nær ónotað síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði