Erfiðar kosningar bíða Netanjahús Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Benny Gantz gæti hirt forsætisráðuneytið af Netanjahú. Vísir/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og flokkur hans Líkúd eiga erfiðar kosningar í vændum. Væntanlegar spillingarákærur gegn forsetanum gætu gert stöðuna enn erfiðari og kosningabandalagið Kahol Lavan, undir stjórn fyrrverandi herforingjans Benjamíns Gantz, er í stórsókn. Ekki er búist við því að Netanjahú mæti fyrir dóm til að skýra mál sitt fyrr en eftir kosningar. Ríkissaksóknari Ísraels greindi frá því í vikunni að hann hygðist ákæra hann fyrir þrjú mál og verður leiðtoginn meðal annars sakaður um mútuþægni og fjársvik. Málin munu því vofa yfir alla kosningabaráttuna. Í gær, á fyrsta degi eftir yfirlýsingu saksóknarans, safnaðist fjöldi mótmælenda saman fyrir utan heimili Netanjahús, að því er Reuters greindi frá. Ný könnun ísraelska miðilsins Kan sýndi að Líkúd fengi 29 þingsæti af 120 ef kosið væri í dag. Kahol Lavan-bandalagið fengi hins vegar 37. Þetta væru tveir stærstu flokkarnir en kosningarnar fara fram þann 9. apríl. Vert er að nefna að Líkúd fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum en þeir flokkar sem tilheyra Kahol Lavan nú og buðu fram fengu ellefu. Yuval Steinitz, ráðherra í stjórn Líkúd, sagði við útvarpsstöð í Tel Avív að hann væri fullviss um að Netanjahú væri fær um að stýra ríkinu áfram „þrátt fyrir þrýstinginn“ og benti á að Ariel Sharon hefði sigrað í kosningum þrátt fyrir álíka mál. Alon Visser úr Verkamannaflokknum var ekki sammála. „Þetta er svartur dagur í sögu Ísraels. Við skömmumst okkar fyrir forsætisráðherrann okkar og köllum saman eftir afsögn hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og flokkur hans Líkúd eiga erfiðar kosningar í vændum. Væntanlegar spillingarákærur gegn forsetanum gætu gert stöðuna enn erfiðari og kosningabandalagið Kahol Lavan, undir stjórn fyrrverandi herforingjans Benjamíns Gantz, er í stórsókn. Ekki er búist við því að Netanjahú mæti fyrir dóm til að skýra mál sitt fyrr en eftir kosningar. Ríkissaksóknari Ísraels greindi frá því í vikunni að hann hygðist ákæra hann fyrir þrjú mál og verður leiðtoginn meðal annars sakaður um mútuþægni og fjársvik. Málin munu því vofa yfir alla kosningabaráttuna. Í gær, á fyrsta degi eftir yfirlýsingu saksóknarans, safnaðist fjöldi mótmælenda saman fyrir utan heimili Netanjahús, að því er Reuters greindi frá. Ný könnun ísraelska miðilsins Kan sýndi að Líkúd fengi 29 þingsæti af 120 ef kosið væri í dag. Kahol Lavan-bandalagið fengi hins vegar 37. Þetta væru tveir stærstu flokkarnir en kosningarnar fara fram þann 9. apríl. Vert er að nefna að Líkúd fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum en þeir flokkar sem tilheyra Kahol Lavan nú og buðu fram fengu ellefu. Yuval Steinitz, ráðherra í stjórn Líkúd, sagði við útvarpsstöð í Tel Avív að hann væri fullviss um að Netanjahú væri fær um að stýra ríkinu áfram „þrátt fyrir þrýstinginn“ og benti á að Ariel Sharon hefði sigrað í kosningum þrátt fyrir álíka mál. Alon Visser úr Verkamannaflokknum var ekki sammála. „Þetta er svartur dagur í sögu Ísraels. Við skömmumst okkar fyrir forsætisráðherrann okkar og köllum saman eftir afsögn hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47