Flækjast fyrir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. mars 2019 08:00 Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun