Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. mars 2019 22:30 Upplýsingafulltrúi WOW segir þetta hafa verið gert vegna lausafjárþrenginga flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði og voru starfsmenn fyrst látnir vita í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, segir að vegna skammtíma lausafjárþrenginga WOW air hafi félagið neyðst til þess að fresta mótframlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Hlutur starfsmanna hafi þó verið greiddur að fullu. Þá segir að WOW air hafi verið í góðum samskiptum við lífeyris- og séreignasjóði. Gengið verði frá greiðslum í þessum mánuði. Starfsfólk WOW air hafi verið upplýst um stöðuna fyrr í dag. „Þetta eru bara vanskil,“ segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir þetta þó ekki hegningarlagabrot þar sem WOW air sé bara í vanskilum með sinn hluta. „Ef þeir hefðu ekki skilað því sem þeir drógu af starfsmönnum, hvort sem það er í séreign eða sameign, þá hefði það verið fjárdráttur,“ segir Magnús. Fyrirtækjum ber skylda til að greiða iðgjaldaframlög í lífeyrissjóði samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og séreignasparnað ber einnig skylda til að greiða samkvæmt kjarasamningum. „Þeir eru bara í vanskilum með þetta hvoru tveggja,“ segir Magnús. Hann segir allt of algengt að fyrirtæki lendi í vanskilum með launatengd gjöld. „Því miður þá verður að segjast eins og er að ábyrgðarsjóður launa, sem er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem allt atvinnulífið í landinu borgar, og borgar kröfur sem verða til sem svokallaðar forgangskröfur í þrotabúum, þá er þetta allt of algengt. Þar á meðal eru kröfur um vangreidd laun launafólks og iðgjöld til lífeyrissjóða. Það eru háar fjárhæðir sem eru greiddar úr ábyrgðarsjóði launa hvert ár.“ Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir WOW Air Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði og voru starfsmenn fyrst látnir vita í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, segir að vegna skammtíma lausafjárþrenginga WOW air hafi félagið neyðst til þess að fresta mótframlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Hlutur starfsmanna hafi þó verið greiddur að fullu. Þá segir að WOW air hafi verið í góðum samskiptum við lífeyris- og séreignasjóði. Gengið verði frá greiðslum í þessum mánuði. Starfsfólk WOW air hafi verið upplýst um stöðuna fyrr í dag. „Þetta eru bara vanskil,“ segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir þetta þó ekki hegningarlagabrot þar sem WOW air sé bara í vanskilum með sinn hluta. „Ef þeir hefðu ekki skilað því sem þeir drógu af starfsmönnum, hvort sem það er í séreign eða sameign, þá hefði það verið fjárdráttur,“ segir Magnús. Fyrirtækjum ber skylda til að greiða iðgjaldaframlög í lífeyrissjóði samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og séreignasparnað ber einnig skylda til að greiða samkvæmt kjarasamningum. „Þeir eru bara í vanskilum með þetta hvoru tveggja,“ segir Magnús. Hann segir allt of algengt að fyrirtæki lendi í vanskilum með launatengd gjöld. „Því miður þá verður að segjast eins og er að ábyrgðarsjóður launa, sem er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem allt atvinnulífið í landinu borgar, og borgar kröfur sem verða til sem svokallaðar forgangskröfur í þrotabúum, þá er þetta allt of algengt. Þar á meðal eru kröfur um vangreidd laun launafólks og iðgjöld til lífeyrissjóða. Það eru háar fjárhæðir sem eru greiddar úr ábyrgðarsjóði launa hvert ár.“
Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir WOW Air Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira