Nýjustu tölur úr Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 7. mars 2019 10:45 Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 var hún á allt öðrum og verri stað en í dag. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt en 50 milljarða vantaði til að fyrirtækið kæmist fyrirsjáanlega í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing. Best þekkti hluti þess var Planið, björgunaráætlun Orkuveitunnar, en sömu traustatökum þurfti að beita í rekstri borgarinnar og voru þær aðgerðir fæstar til vinsælda fallnar. Á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu því atvinnuleysi var í methæðum og greiningar sýndu að reikningurinn myndi lenda af miklum þunga á borgarsjóði þegar réttur til atvinnuleysisbóta rynni út og langtímaatvinnulausir yrðu upp á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins komnir.Fjármálin Í níu mánaða uppgjöri borgarinnar fyrir 2018 sem var lagt fram í vetur varð ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Undanfarin ár hefur afgangur borgarsjóðs verið 2,6 milljarðar árið 2016 og tæpir fimm milljarðar árið 2017 samkvæmt ársreikningum. Afgangur samstæðunnar þar sem öll fyrirtæki í eigu borgarinnar eru meðtalin, hefur verið 26 milljarðar árið 2016 og 28 milljarðar árið 2017. Á sama tíma hefur stórauknu fé verið varið í skólamál og velferðarmál því forgangsröðunin hefur verið sú að þessir málaflokkar eru í fyrsta forgangi eftir að viðsnúningur varð í rekstri borgarinnar. Eru þá ótalin framlög til húsnæðismála.Íbúar og atvinnumál Á árunum eftir hrun stóð íbúafjöldi borgarinnar í stað og raunar fækkaði örlítið milli áranna 2010 og 2011. Síðustu tvö ár hefur hins vegar fjölgað um 2.800 manns hvort ár, sem er með því allra mesta í sögunni og jafngildir um 2,2% íbúafjölgun. Meðaltalið frá 1960 hefur verið um 0,9% í Reykjavík. Íbúaþróunin eftir hrun tengdist auðvitað atvinnustiginu en atvinnuleysi var í hámarki. Fimmtán þúsund störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu á árunum eftir hrun. Þegar verst lét voru 105.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Í lok síðasta árs voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu 131.100. skv. tölum Hagstofunnar. Það þýðir að alls hafa 26 þúsund störf orðið til á síðustu sex árum, langmest í Reykjavík og hefur ferðaþjónustan og nú síðast byggingariðnaður verið þar leiðandi.Húsnæðismálin Byggingariðnaðurinn hrundi með bönkunum og íbúðauppbygging stöðvaðist nánast alfarið. Þannig fóru aðeins 10 íbúðir í byggingu árið 2010. Þegar borgin setti fram þá skoðun árin 2011 og 2012 að fyrirsjáanlegur væri skortur á litlum og meðalstórum íbúðum var því tekið fálega. Vísað var til þess að mikið væri af tómum íbúðum af öllum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu. Þótt botnfrosið væri á byggingarmarkaði nýtti borgin tímann til að vinna að endurskipulagi ótal svæða og reita og hvatti þróunaraðila og fjármálastofnanir til að fara af stað með sín verkefni. Það gekk of hægt framan af en árin 2015-2017 var kominn mikill skriður á húsnæðisuppbyggingu. Yfir 900 íbúðir fóru í byggingu á hverju þessara þriggja ára. Meðaltal frá 1970 hefur verið um 660 íbúðir á ári. Árið 2018 sló svo öll fyrri met. Samþykkt áform um íbúðabyggingar hjá byggingarfulltrúa voru 1.881 íbúð, þar af var hafin smíði á 1.417 íbúðum.Félagslegt húsnæði Stærsta verkefni undanfarinna ára í borginni hafa verið húsnæðismálin. Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga er í farsælu samstarfi við traust og framsýn húsnæðisfélög um uppbyggingu á þriðja þúsund íbúða sem dreifast um alla borg. Uppbygging þessara félaga miðar að þörfum fólks sem hefur átt misauðvelt með að finna skjól á erfiðum húsnæðismarkaði. Hluti af þessari uppbyggingu eru búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Reykjavíkurborg hefur varið milljörðum til þessara félagslegu húsnæðisverkefna á hverju ári undanfarin ár og er sannarlega ekki hætt. Í fimm ára áætlun borgarinnar er samþykkt að verja 69 milljörðum króna til húsnæðismála til ársins 2022.Borg í blóma Það eru mörg og mikilvæg verkefni sem kalla á athygli, umbætur og uppbyggingu í borginni og samfélaginu. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að koma að stjórn borgarinnar á þessu magnaða tímabili í sögu hennar. Uppbygging félagslegs húsnæðis, framþróun í skóla- og velferðarmálum og blómleg þróun borgarinnar í þágu heilnæms og fallegs umhverfis, menningar, lista og aukinna lífsgæða borgarbúa gera borgarstjórastarfið einstakt. Þegar horft er á jákvæða og hraða framþróun síðustu ára finnst mér að mörgu leyti merkilegt hvað upphafsnótan í umræðu er neikvæð, eins og allt sé á heljarþröm og hafi færst til verri vegar á undanförnum árum. Því er þveröfugt farið. Reykjavík sækir fram á flestum sviðum á hverju ári og raunar hverjum degi. Traustur rekstur og stefnufesta er undirstaða þess. Þannig er það og þannig á það að vera í blómlegri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 var hún á allt öðrum og verri stað en í dag. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt en 50 milljarða vantaði til að fyrirtækið kæmist fyrirsjáanlega í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing. Best þekkti hluti þess var Planið, björgunaráætlun Orkuveitunnar, en sömu traustatökum þurfti að beita í rekstri borgarinnar og voru þær aðgerðir fæstar til vinsælda fallnar. Á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu því atvinnuleysi var í methæðum og greiningar sýndu að reikningurinn myndi lenda af miklum þunga á borgarsjóði þegar réttur til atvinnuleysisbóta rynni út og langtímaatvinnulausir yrðu upp á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins komnir.Fjármálin Í níu mánaða uppgjöri borgarinnar fyrir 2018 sem var lagt fram í vetur varð ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Undanfarin ár hefur afgangur borgarsjóðs verið 2,6 milljarðar árið 2016 og tæpir fimm milljarðar árið 2017 samkvæmt ársreikningum. Afgangur samstæðunnar þar sem öll fyrirtæki í eigu borgarinnar eru meðtalin, hefur verið 26 milljarðar árið 2016 og 28 milljarðar árið 2017. Á sama tíma hefur stórauknu fé verið varið í skólamál og velferðarmál því forgangsröðunin hefur verið sú að þessir málaflokkar eru í fyrsta forgangi eftir að viðsnúningur varð í rekstri borgarinnar. Eru þá ótalin framlög til húsnæðismála.Íbúar og atvinnumál Á árunum eftir hrun stóð íbúafjöldi borgarinnar í stað og raunar fækkaði örlítið milli áranna 2010 og 2011. Síðustu tvö ár hefur hins vegar fjölgað um 2.800 manns hvort ár, sem er með því allra mesta í sögunni og jafngildir um 2,2% íbúafjölgun. Meðaltalið frá 1960 hefur verið um 0,9% í Reykjavík. Íbúaþróunin eftir hrun tengdist auðvitað atvinnustiginu en atvinnuleysi var í hámarki. Fimmtán þúsund störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu á árunum eftir hrun. Þegar verst lét voru 105.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Í lok síðasta árs voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu 131.100. skv. tölum Hagstofunnar. Það þýðir að alls hafa 26 þúsund störf orðið til á síðustu sex árum, langmest í Reykjavík og hefur ferðaþjónustan og nú síðast byggingariðnaður verið þar leiðandi.Húsnæðismálin Byggingariðnaðurinn hrundi með bönkunum og íbúðauppbygging stöðvaðist nánast alfarið. Þannig fóru aðeins 10 íbúðir í byggingu árið 2010. Þegar borgin setti fram þá skoðun árin 2011 og 2012 að fyrirsjáanlegur væri skortur á litlum og meðalstórum íbúðum var því tekið fálega. Vísað var til þess að mikið væri af tómum íbúðum af öllum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu. Þótt botnfrosið væri á byggingarmarkaði nýtti borgin tímann til að vinna að endurskipulagi ótal svæða og reita og hvatti þróunaraðila og fjármálastofnanir til að fara af stað með sín verkefni. Það gekk of hægt framan af en árin 2015-2017 var kominn mikill skriður á húsnæðisuppbyggingu. Yfir 900 íbúðir fóru í byggingu á hverju þessara þriggja ára. Meðaltal frá 1970 hefur verið um 660 íbúðir á ári. Árið 2018 sló svo öll fyrri met. Samþykkt áform um íbúðabyggingar hjá byggingarfulltrúa voru 1.881 íbúð, þar af var hafin smíði á 1.417 íbúðum.Félagslegt húsnæði Stærsta verkefni undanfarinna ára í borginni hafa verið húsnæðismálin. Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga er í farsælu samstarfi við traust og framsýn húsnæðisfélög um uppbyggingu á þriðja þúsund íbúða sem dreifast um alla borg. Uppbygging þessara félaga miðar að þörfum fólks sem hefur átt misauðvelt með að finna skjól á erfiðum húsnæðismarkaði. Hluti af þessari uppbyggingu eru búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Reykjavíkurborg hefur varið milljörðum til þessara félagslegu húsnæðisverkefna á hverju ári undanfarin ár og er sannarlega ekki hætt. Í fimm ára áætlun borgarinnar er samþykkt að verja 69 milljörðum króna til húsnæðismála til ársins 2022.Borg í blóma Það eru mörg og mikilvæg verkefni sem kalla á athygli, umbætur og uppbyggingu í borginni og samfélaginu. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að koma að stjórn borgarinnar á þessu magnaða tímabili í sögu hennar. Uppbygging félagslegs húsnæðis, framþróun í skóla- og velferðarmálum og blómleg þróun borgarinnar í þágu heilnæms og fallegs umhverfis, menningar, lista og aukinna lífsgæða borgarbúa gera borgarstjórastarfið einstakt. Þegar horft er á jákvæða og hraða framþróun síðustu ára finnst mér að mörgu leyti merkilegt hvað upphafsnótan í umræðu er neikvæð, eins og allt sé á heljarþröm og hafi færst til verri vegar á undanförnum árum. Því er þveröfugt farið. Reykjavík sækir fram á flestum sviðum á hverju ári og raunar hverjum degi. Traustur rekstur og stefnufesta er undirstaða þess. Þannig er það og þannig á það að vera í blómlegri borg.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun