Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 00:03 Myndin er tekin við Gamla bíó á föstudagsmorugn þar sem Efling var með verkfallsmiðstöð sína. vísir/vilhelm Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36