Boða forsvarsmann RFF á fund út af styrkjamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58
Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent