Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 21:15 Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar. Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar.
Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira