Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2019 21:31 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindi bílaleigu af fullri hörku til varnar neytendum sem hafi verið freklega blekktir. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna í tengslum við afhjúpun á háttsemi Procar. Ljóst er að Procar hafi átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum. Í ályktuninni segir að stjórnvöld geti einungis brugðist við með því að gera rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þurfi að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er.Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.Procar.isHeil atvinnugrein rúin trausti Samtökin segja að fyrir aukinni skoðunartíðni liggi ýmis rök. „Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda. Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni:Stjórn Neytendasamtakanna ályktarÍ kjölfar fjölmargra fyrirspurna og ábendinga sem Neytendasamtökunum hefur borist frá félögum undanfarnar vikur vegna afhjúpunar á háttsemi bílaleigu, ályktar stjórn samtakanna eftirfarandi:-Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum, sem hafa verið freklega blekktir. Það verður einungis gert með rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þarf að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er. Jafnframt þarf að tryggja að eftirlit með akstursmælum verði fullnægjandi.Fyrir aukinni skoðunartíðni liggja ýmis rök. Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda.Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð. Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindi bílaleigu af fullri hörku til varnar neytendum sem hafi verið freklega blekktir. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna í tengslum við afhjúpun á háttsemi Procar. Ljóst er að Procar hafi átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum. Í ályktuninni segir að stjórnvöld geti einungis brugðist við með því að gera rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þurfi að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er.Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.Procar.isHeil atvinnugrein rúin trausti Samtökin segja að fyrir aukinni skoðunartíðni liggi ýmis rök. „Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda. Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni:Stjórn Neytendasamtakanna ályktarÍ kjölfar fjölmargra fyrirspurna og ábendinga sem Neytendasamtökunum hefur borist frá félögum undanfarnar vikur vegna afhjúpunar á háttsemi bílaleigu, ályktar stjórn samtakanna eftirfarandi:-Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum, sem hafa verið freklega blekktir. Það verður einungis gert með rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þarf að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er. Jafnframt þarf að tryggja að eftirlit með akstursmælum verði fullnægjandi.Fyrir aukinni skoðunartíðni liggja ýmis rök. Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda.Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð.
Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09