Látum ekki skemmtikraft að sunnan... Gunnar V. Andrésson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Mig rak í rogastans er ég horfði á Ferðastiklur, sjónvarpsþátt Láru Ómarsdóttur, þann 14. febrúar sl. Þar fór hún um Norðausturland í fylgd föður síns, Ómars Ragnarssonar, landsfrægs landkönnuðar og fréttamanns til hálfrar aldar. Það sem ég hnaut um var heimsóknin í Vopnafjörð þar sem sagt var að Vopnafjörður, búsældarleg sveitin, væri að mestu kominn í eyði. Rétt er að margar jarðir þar eru í eyði eins og víða annars staðar á landinu eða nýttar með öðrum hætti, t.d. veiða þar sem sveitin skartar nokkrum af flottustu laxveiðiám landsins. En búskapur er blómlegur í öllum dölunum og mjólkurframleiðsla sveitarinnar meiri en nokkurn tíma fyrr. Í ferðaþættinum sást ekkert til búskaparhátta en til að staðfesta eyðibyggðina var tekið hús á Guðmundarstöðum, býli sem fór í eyði um 1980. Árið 1976 gerði Ómar sjálfur ógleymanlegan Stikluþátt um búskaparhætti á Guðmundarstöðum og tók heimilisfólkið á bænum tali. Þessi eftiráskýring Ómars í þætti Láru af kynnum hans við fólkið finnst okkur sem til þekkjum sérkennileg. Hann byrjar á að segja að honum hafi verið ráðið frá því á sínum tíma að taka hús á þeim bræðrum og því þurft að drýgja þá hetjudáð að lenda flugvél sinni á veginum fyrir ofan bæinn. En þá hafi þeir bræður komið og tekið hann tali og þar með ísinn verið brotinn. Það vildi nú þannig til að ég kom á staðinn aðvífandi, þar sem ég var gestur á næsta bæ og varð vitni að þessu flugi og síðan heimsókninni sjálfri. Og eins og alltaf var til siðs á Guðmundarstöðum var honum boðið til bæjar eins og öllum sem þangað komu, gestrisnin í hávegum höfð. Ómar bar upp löngun sína til að gera sjónvarpsþátt um þeirra lífshlaup og var því vel tekið, sagðist mundu koma síðar, „dengja“ sér til þeirra síðar og vísaði þar til gamallar vinnuaðferðar sem þarna var notuð við að brýna ljái. En það var einmitt það sem gerði fólkið á Guðmundarstöðum svo forvitnilegt, öll bústörfin voru upp á gamla mátann, vélaöldin fór þar hjá garði og það voru engir að amast við þeim lífsmáta, þetta var þeirra val. Sveitungar voru líka hjálplegir og komu stundum með sínar vélar og léttu aðeins undir bústörfin með þeim. Bústofninn var ekki stór, þeir voru með sauðfé, hesta, kýr, hænur og hunda, þetta dugði þeim til heimilisbrúks, sjálfsþurftarbúskapur. Ég naut þeirrar gæfu sem strákur að vera í sveit á sumrin, var níu sumur á næsta bæ og kom oft í Guðmundarstaði og var ævinlega tekið hlýlega á móti mér, strákhvolpinum. Öll sumrin sem ég var þarna voru krakkar úr bænum í sveit hjá þeim bræðrum og undu hag sínum vel, mörg þeirra komu sumar eftir sumar. Þegar ég ungur maður hóf störf á dagblaðinu Tímanum með myndavélina um öxl, ferðaðist ég um allt landið vegna vinnunnar. Ég heimsótti t.d. fólkið á Guðmundarstöðum sem tók á móti mér einum þrisvar sinnum í erindum blaða og var ég í öll skiptin velkominn og við áttum saman skemmtilega stund. Heimilisfólkið var meðvitað um sína hagi og var heiðarlegt í tilsvörum, þau drógu ekkert undan. Þeim dugði það sem búið gaf þeim og fetuðu ekki sömu slóð og nágrannarnir sem fóru í uppbyggingu með lántökum sem léku margan bóndann grátt í verðbólgu þess tíma. Stikluþáttur Ómars um Guðmundarstaðafólkið var eftirtektarverður um margt á sínum tíma. Þar meðal annars sagðist Stefán Ásbjarnarson bóndi vera nítjándu aldar maður og það væru lífsgildi þeirra, þeirra val. Til að lýsa persónu Stefáns betur er hægt að bæta við að hann var gleðinnar maður, fór á skemmtanir og hafði gaman af að klæða sig upp á, ónískur á kaup á fallegum fötum, hann söng í kirkjukórnum á Hofi og naut lífsins með sínu sniði. Í fyrrnefndum sjónvarpsþætti dóttur sinnar kemur skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson með ýmsar endurminningar frá sinni þáttagerð á Guðmundarstöðum. Segir heimilisfólkið hafa liðið fyrir veikindi Stefáns og hryggbrot sem hann hafi orðið fyrir er hann dvaldi sem nemi á Akureyri fyrir margt löngu. Heimilisfólkið hafi verið í „festum“ eins og hann orðaði það og dregur þar upp ýmsar ástæður og aðstæður, að sögn Ómars allar hinar ömurlegustu. Telur meðal annars húsaskipan í túninu fáránlega og segir ráðskonu þeirra bræðra, Jóhönnu Lúðvíksdóttur, flökkubarn, sem enginn kannast við. Hún var barn sem tekið var þangað í fóstur af afa og ömmu bræðranna. Á Guðmundarstöðum voru mörg börn á nítjándu og tuttugustu öldinni tekin af ábúendum í fóstur vegna landlægrar fátæktar þjóðarinnar og fengu þau öll gott atlæti og nutu menntunar bæði upp á bókina og við ýmsar hannyrðir. Ómar fékk heiðarlegt svar hjá Jóhönnu er hann spurði hana um hennar hagi. Hún svaraði því til að henni leiddust eldhúsverkin, var það nema furða búin að standa við þá iðju í áratugi, sem hann svo útleggur með þeim hætti að hún hafi verið ambátt aðstæðna. Frænka þeirra, Sesselía Stefánsdóttir, bjó líka á Guðmundarstöðum en var fallin frá þegar Ómar var í sinni þáttagerð en hún var saumakona sveitarinnar og vegna þess ferðaðist hún milli bæja eða fólk kom með óskir sínar um saumaskap til hennar í Guðmundarstaði. Sesselía var velgjörðarmaður Stefáns og þeirra systkina á bænum og kom þeim til manns og sumum til mennta. Þvæla Ómars um skólastyrk og skömm hans yfir að hafa ekki klárað námið kannast enginn við. Afar sorglegt hvernig farið var með minningu látins fólks. Við sem kynntumst fólkinu á Guðmundarstöðum, þeim Stefáni, Sighvati og Jóhönnu, geymum með okkur fallegar minningar um þau og látum ekki skemmtikraft að sunnan skemma þær. Og svona til áréttingar þá eru Guðmundarstaðir í Hofsárdal í mynni Sunnudals en ekki í Vesturárdal eins og fram kom í sérkennilegum þætti Láru Ómarsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans er ég horfði á Ferðastiklur, sjónvarpsþátt Láru Ómarsdóttur, þann 14. febrúar sl. Þar fór hún um Norðausturland í fylgd föður síns, Ómars Ragnarssonar, landsfrægs landkönnuðar og fréttamanns til hálfrar aldar. Það sem ég hnaut um var heimsóknin í Vopnafjörð þar sem sagt var að Vopnafjörður, búsældarleg sveitin, væri að mestu kominn í eyði. Rétt er að margar jarðir þar eru í eyði eins og víða annars staðar á landinu eða nýttar með öðrum hætti, t.d. veiða þar sem sveitin skartar nokkrum af flottustu laxveiðiám landsins. En búskapur er blómlegur í öllum dölunum og mjólkurframleiðsla sveitarinnar meiri en nokkurn tíma fyrr. Í ferðaþættinum sást ekkert til búskaparhátta en til að staðfesta eyðibyggðina var tekið hús á Guðmundarstöðum, býli sem fór í eyði um 1980. Árið 1976 gerði Ómar sjálfur ógleymanlegan Stikluþátt um búskaparhætti á Guðmundarstöðum og tók heimilisfólkið á bænum tali. Þessi eftiráskýring Ómars í þætti Láru af kynnum hans við fólkið finnst okkur sem til þekkjum sérkennileg. Hann byrjar á að segja að honum hafi verið ráðið frá því á sínum tíma að taka hús á þeim bræðrum og því þurft að drýgja þá hetjudáð að lenda flugvél sinni á veginum fyrir ofan bæinn. En þá hafi þeir bræður komið og tekið hann tali og þar með ísinn verið brotinn. Það vildi nú þannig til að ég kom á staðinn aðvífandi, þar sem ég var gestur á næsta bæ og varð vitni að þessu flugi og síðan heimsókninni sjálfri. Og eins og alltaf var til siðs á Guðmundarstöðum var honum boðið til bæjar eins og öllum sem þangað komu, gestrisnin í hávegum höfð. Ómar bar upp löngun sína til að gera sjónvarpsþátt um þeirra lífshlaup og var því vel tekið, sagðist mundu koma síðar, „dengja“ sér til þeirra síðar og vísaði þar til gamallar vinnuaðferðar sem þarna var notuð við að brýna ljái. En það var einmitt það sem gerði fólkið á Guðmundarstöðum svo forvitnilegt, öll bústörfin voru upp á gamla mátann, vélaöldin fór þar hjá garði og það voru engir að amast við þeim lífsmáta, þetta var þeirra val. Sveitungar voru líka hjálplegir og komu stundum með sínar vélar og léttu aðeins undir bústörfin með þeim. Bústofninn var ekki stór, þeir voru með sauðfé, hesta, kýr, hænur og hunda, þetta dugði þeim til heimilisbrúks, sjálfsþurftarbúskapur. Ég naut þeirrar gæfu sem strákur að vera í sveit á sumrin, var níu sumur á næsta bæ og kom oft í Guðmundarstaði og var ævinlega tekið hlýlega á móti mér, strákhvolpinum. Öll sumrin sem ég var þarna voru krakkar úr bænum í sveit hjá þeim bræðrum og undu hag sínum vel, mörg þeirra komu sumar eftir sumar. Þegar ég ungur maður hóf störf á dagblaðinu Tímanum með myndavélina um öxl, ferðaðist ég um allt landið vegna vinnunnar. Ég heimsótti t.d. fólkið á Guðmundarstöðum sem tók á móti mér einum þrisvar sinnum í erindum blaða og var ég í öll skiptin velkominn og við áttum saman skemmtilega stund. Heimilisfólkið var meðvitað um sína hagi og var heiðarlegt í tilsvörum, þau drógu ekkert undan. Þeim dugði það sem búið gaf þeim og fetuðu ekki sömu slóð og nágrannarnir sem fóru í uppbyggingu með lántökum sem léku margan bóndann grátt í verðbólgu þess tíma. Stikluþáttur Ómars um Guðmundarstaðafólkið var eftirtektarverður um margt á sínum tíma. Þar meðal annars sagðist Stefán Ásbjarnarson bóndi vera nítjándu aldar maður og það væru lífsgildi þeirra, þeirra val. Til að lýsa persónu Stefáns betur er hægt að bæta við að hann var gleðinnar maður, fór á skemmtanir og hafði gaman af að klæða sig upp á, ónískur á kaup á fallegum fötum, hann söng í kirkjukórnum á Hofi og naut lífsins með sínu sniði. Í fyrrnefndum sjónvarpsþætti dóttur sinnar kemur skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson með ýmsar endurminningar frá sinni þáttagerð á Guðmundarstöðum. Segir heimilisfólkið hafa liðið fyrir veikindi Stefáns og hryggbrot sem hann hafi orðið fyrir er hann dvaldi sem nemi á Akureyri fyrir margt löngu. Heimilisfólkið hafi verið í „festum“ eins og hann orðaði það og dregur þar upp ýmsar ástæður og aðstæður, að sögn Ómars allar hinar ömurlegustu. Telur meðal annars húsaskipan í túninu fáránlega og segir ráðskonu þeirra bræðra, Jóhönnu Lúðvíksdóttur, flökkubarn, sem enginn kannast við. Hún var barn sem tekið var þangað í fóstur af afa og ömmu bræðranna. Á Guðmundarstöðum voru mörg börn á nítjándu og tuttugustu öldinni tekin af ábúendum í fóstur vegna landlægrar fátæktar þjóðarinnar og fengu þau öll gott atlæti og nutu menntunar bæði upp á bókina og við ýmsar hannyrðir. Ómar fékk heiðarlegt svar hjá Jóhönnu er hann spurði hana um hennar hagi. Hún svaraði því til að henni leiddust eldhúsverkin, var það nema furða búin að standa við þá iðju í áratugi, sem hann svo útleggur með þeim hætti að hún hafi verið ambátt aðstæðna. Frænka þeirra, Sesselía Stefánsdóttir, bjó líka á Guðmundarstöðum en var fallin frá þegar Ómar var í sinni þáttagerð en hún var saumakona sveitarinnar og vegna þess ferðaðist hún milli bæja eða fólk kom með óskir sínar um saumaskap til hennar í Guðmundarstaði. Sesselía var velgjörðarmaður Stefáns og þeirra systkina á bænum og kom þeim til manns og sumum til mennta. Þvæla Ómars um skólastyrk og skömm hans yfir að hafa ekki klárað námið kannast enginn við. Afar sorglegt hvernig farið var með minningu látins fólks. Við sem kynntumst fólkinu á Guðmundarstöðum, þeim Stefáni, Sighvati og Jóhönnu, geymum með okkur fallegar minningar um þau og látum ekki skemmtikraft að sunnan skemma þær. Og svona til áréttingar þá eru Guðmundarstaðir í Hofsárdal í mynni Sunnudals en ekki í Vesturárdal eins og fram kom í sérkennilegum þætti Láru Ómarsdóttur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun