Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:15 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með. Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með.
Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00