Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 22. febrúar 2019 14:06 Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun