Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 17:46 Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. vísir/daníel Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44