Ungi maðurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:00 „Við tökum ekki við snertilausri greiðslu með síma.“ Veröldin hrundi. Ég var búin að láta mig dreyma um mjólkurkaffi og múffu síðan ég vaknaði snemma um morguninn og dröslaðist á æfingu – í þreytuþokunni hafði ég gleymt greiðslukortinu. Á meðan ég hugsaði um aðrar leiðir til að nálgast verðlaunin heyrðist í ungum manni sem saup úr nýlöguðum kaffibolla: „Ég skal borga fyrir þig.“ Ég þakkaði manninum eins og hann hefði bjargað lífi mínu. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa verið í sömu sporum og þá hafi aðrir boðist til að borga fyrir hann. Hann langaði að endurgjalda greiðann – þó svo að ég hefði aldrei hjálpað honum. Orð hans fengu mig til að hugsa. Ef ég væri í sæti unga mannsins þá hefði ég líklega hugsað: „Æ, mikið er hún óheppin þessi,“ og haldið áfram að sötra kaffið. Ekki út af mannvonsku, heldur hugsunarleysi. Sem er umhugsunarvert því að rétta fram hjálparhönd gagnast ekki einungis þeim sem er hjálparþurfi. Rannsókn á fólki með kvíða og þunglyndi sýndi að það skipti miklu máli hvort það beindi athyglinni að því að bæta eigin sjálfsímynd eða að hjálpa öðrum. Ef þau fengu sjálfmiðuð verkefni eins og að láta aðra taka eftir sér þá versnuðu kvíða- og þunglyndiseinkenni. Aftur á móti leið þeim betur sem var falið að gera eitthvað fyrir aðra eins og að fara með vin út að borða í hádeginu. Ég geri mér grein fyrir að kaffihúsadæmið er hreint lúxusvandamál (svona eftir á að hyggja) en það má heimfæra á margt annað í lífinu. Eru það kannski þessu litlu hlutir sem skipta mestu máli? Að taka eftir hvert öðru og vera tilbúin að rétta hjálparhönd. Þó svo að maður hafi aldrei hitt viðkomandi áður. Eins og ungi maðurinn á kaffihúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Við tökum ekki við snertilausri greiðslu með síma.“ Veröldin hrundi. Ég var búin að láta mig dreyma um mjólkurkaffi og múffu síðan ég vaknaði snemma um morguninn og dröslaðist á æfingu – í þreytuþokunni hafði ég gleymt greiðslukortinu. Á meðan ég hugsaði um aðrar leiðir til að nálgast verðlaunin heyrðist í ungum manni sem saup úr nýlöguðum kaffibolla: „Ég skal borga fyrir þig.“ Ég þakkaði manninum eins og hann hefði bjargað lífi mínu. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa verið í sömu sporum og þá hafi aðrir boðist til að borga fyrir hann. Hann langaði að endurgjalda greiðann – þó svo að ég hefði aldrei hjálpað honum. Orð hans fengu mig til að hugsa. Ef ég væri í sæti unga mannsins þá hefði ég líklega hugsað: „Æ, mikið er hún óheppin þessi,“ og haldið áfram að sötra kaffið. Ekki út af mannvonsku, heldur hugsunarleysi. Sem er umhugsunarvert því að rétta fram hjálparhönd gagnast ekki einungis þeim sem er hjálparþurfi. Rannsókn á fólki með kvíða og þunglyndi sýndi að það skipti miklu máli hvort það beindi athyglinni að því að bæta eigin sjálfsímynd eða að hjálpa öðrum. Ef þau fengu sjálfmiðuð verkefni eins og að láta aðra taka eftir sér þá versnuðu kvíða- og þunglyndiseinkenni. Aftur á móti leið þeim betur sem var falið að gera eitthvað fyrir aðra eins og að fara með vin út að borða í hádeginu. Ég geri mér grein fyrir að kaffihúsadæmið er hreint lúxusvandamál (svona eftir á að hyggja) en það má heimfæra á margt annað í lífinu. Eru það kannski þessu litlu hlutir sem skipta mestu máli? Að taka eftir hvert öðru og vera tilbúin að rétta hjálparhönd. Þó svo að maður hafi aldrei hitt viðkomandi áður. Eins og ungi maðurinn á kaffihúsinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar