Forsætisráðherra hefur áhyggjur af Brexit án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 10:27 Í viðtalinu segir Katrín meðal annars að vinstrisinnaðir vinir hennar á Bretlandi séu algerlega andsnúnir sjálfstæði Skotlands vegna þess að þeir óttist að við það færðust bresk stjórnmál lengra til hægri. Vísir/vilhelm Bretland verður í afar þröngri stöðu ef það gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings og það væri áhyggjuefni fyrir Ísland, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í Skotlandi sagði Katrín telja að Skotlandi gæti „algerlega“ verið sjálfstætt ríki. „Brexit án samnings hlýtur að vera mjög erfið staða fyrir Bretland. Þar af leiðandi er það líka áhyggjuefni fyrir okkur, bæði vegna þess að við höfum efnahagslegra hagsmuna að gæta en einnig vegna þess að við lítum á Bretland sem vin okkar í heiminum,“ sagði Katrín við BBC Skotland. Spurð um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) sagði Katrín að fyrirkomulagið hafi hentað Íslandi vel. Það njóti aðgangs að evrópskum mörkuðum en hafi á sama tíma „pláss til að gera okkar hluti“. Ísland hafi rödd innan Evrópusambandsins og aðeins rúm 13% af lögum og reglum komi frá Evrópu. Sagði Katrín mikilvægt að deila sumum reglum með Evrópu. „Umhverfisreglugerðir Evrópusambandsins hafa verið mjög gagnlegar fyrir íslenskt samfélag. Ég held líka að hvað varðar fjármálamarkaði sé gott að hafa sama lagaumhverfið,“ sagði forsætisráðherra. Hún telur engu að síður að það hafi verið gott fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins eftir að fjármálakreppan skall á. Katrín var einnig spurð út í mögulegt sjálfstæði Skotlands í viðtalinu. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2014. Forsætisráðherra sagði að sjálfstæðið hefði skipt Íslendinga miklu og að stærð þjóðarinnar væri aukaatriði. Þannig að Skotland gæti verið sjálfstætt? „Algerlega, algerlega…en það er ekki ákvörðun sem ég ætla að taka. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Katrín.The Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdóttir has told us @BBCScotNine that Scotland could "absolutely" be independent. @katrinjak #nine pic.twitter.com/FPjMrRLwDN— The Nine (@BBCScotNine) February 25, 2019 Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bretland verður í afar þröngri stöðu ef það gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings og það væri áhyggjuefni fyrir Ísland, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í Skotlandi sagði Katrín telja að Skotlandi gæti „algerlega“ verið sjálfstætt ríki. „Brexit án samnings hlýtur að vera mjög erfið staða fyrir Bretland. Þar af leiðandi er það líka áhyggjuefni fyrir okkur, bæði vegna þess að við höfum efnahagslegra hagsmuna að gæta en einnig vegna þess að við lítum á Bretland sem vin okkar í heiminum,“ sagði Katrín við BBC Skotland. Spurð um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) sagði Katrín að fyrirkomulagið hafi hentað Íslandi vel. Það njóti aðgangs að evrópskum mörkuðum en hafi á sama tíma „pláss til að gera okkar hluti“. Ísland hafi rödd innan Evrópusambandsins og aðeins rúm 13% af lögum og reglum komi frá Evrópu. Sagði Katrín mikilvægt að deila sumum reglum með Evrópu. „Umhverfisreglugerðir Evrópusambandsins hafa verið mjög gagnlegar fyrir íslenskt samfélag. Ég held líka að hvað varðar fjármálamarkaði sé gott að hafa sama lagaumhverfið,“ sagði forsætisráðherra. Hún telur engu að síður að það hafi verið gott fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins eftir að fjármálakreppan skall á. Katrín var einnig spurð út í mögulegt sjálfstæði Skotlands í viðtalinu. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2014. Forsætisráðherra sagði að sjálfstæðið hefði skipt Íslendinga miklu og að stærð þjóðarinnar væri aukaatriði. Þannig að Skotland gæti verið sjálfstætt? „Algerlega, algerlega…en það er ekki ákvörðun sem ég ætla að taka. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Katrín.The Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdóttir has told us @BBCScotNine that Scotland could "absolutely" be independent. @katrinjak #nine pic.twitter.com/FPjMrRLwDN— The Nine (@BBCScotNine) February 25, 2019
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09