Lögreglan réðst inn á hótel liða á HM í skíðagöngu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 13:45 Max Hauke er einn hinna handteknu. Getty/Ian MacNicol Þýskir, austurrískir og norskir fjölmiðlar eru meðal þeirra sem segja frá víðtækri aðgerð austurrísku lögreglunnar á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem stendur nú yfir í Seefeld í Austurríki. Málið tengist ólöglegri lyfjanotkun og íþróttalækni sem hefur aðstöðu í Erfurt í Þýskalandi.ARD: Doping-razzia i VM-byen Seefeld https://t.co/x4O8j7Tvnx — NRK Sport (@NRK_Sport) February 27, 2019Húsleit var líka gerð á stofu hans á sama tíma sem og á fleiri stöðum í Þýskalandi. Umræddur læknir hefur áður verið fundinn sekur um að aðstoða við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks. Mesta athygli vakti þó heimsókn lögreglunnar á hótel nokkurra liða sem eru að keppa á HM í Skíðagöngu. Hajo Seppelt, virtur blaðamaður sem vinnur hjá ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og hefur skrifað mikið um lyfjamál, sagði frá rassíunni á Twitter-síðu sinni.BREAKING NEWS. ARD-Dopingredaktion: Doping-Razzia in Seefeld des österreichischen Bundeskriminalamts. Verdacht auf Doping am Rande der Nordischen WM. Zeitgleich polizeiche Maßnahmen an verschiedenen Orten. Womöglich auch Beteiligung von Personen aus Deutschland — Hajo Seppelt (@hajoseppelt) February 27, 2019Hajo Seppelt hefur heimildir fyrir því að þetta mál tengist austurríska íþróttamanninum Johannes Dürr og heimildarmynd ARD um ólöglega lyfjanotkun hans sem hét „Die Gier nach Gold“ eða "Græðgin við að ná í gullið“. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði. Lögreglan réðst inn á hótel liða sem keppa á HM í skíðagöngu og handtók alls níu manns. Fimm af þeim voru keppendur á heimsmeistaramótinu. Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir frá því að tveir af handteknu séu austurrísku skíðagöngumennirnir Dominik Baldauf og Max Hauke en Hauke átti að keppa í 15 kílómetra göngu í dag. Alls hafa verið sextán húsleitir í tengslum við þetta skipulagða lyfjamisferli sem var gert út frá Erfurt. Keppendurnir fimm eru sagðir koma frá Austurríki (2), Kasakstan og Eistlandi (2). Áhlaup austurrísku lögreglunnar var vel skipulagt og fór fram á sama tíma á öllum stöðum.Nach Informationen des #MDR & der #ARD-Dopingredaktion laufen im österreichischen #Seefeld und in Deutschland Polizeieinsätze gegen das organisierte #Doping. Auch in #Erfurt wurde eine Arztpraxis durchsucht. Mehr dazu von @mdr_thhttps://t.co/2CLbkM3r44 — Sport im Osten (@SportimOsten) February 27, 2019 Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Þýskir, austurrískir og norskir fjölmiðlar eru meðal þeirra sem segja frá víðtækri aðgerð austurrísku lögreglunnar á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem stendur nú yfir í Seefeld í Austurríki. Málið tengist ólöglegri lyfjanotkun og íþróttalækni sem hefur aðstöðu í Erfurt í Þýskalandi.ARD: Doping-razzia i VM-byen Seefeld https://t.co/x4O8j7Tvnx — NRK Sport (@NRK_Sport) February 27, 2019Húsleit var líka gerð á stofu hans á sama tíma sem og á fleiri stöðum í Þýskalandi. Umræddur læknir hefur áður verið fundinn sekur um að aðstoða við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks. Mesta athygli vakti þó heimsókn lögreglunnar á hótel nokkurra liða sem eru að keppa á HM í Skíðagöngu. Hajo Seppelt, virtur blaðamaður sem vinnur hjá ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og hefur skrifað mikið um lyfjamál, sagði frá rassíunni á Twitter-síðu sinni.BREAKING NEWS. ARD-Dopingredaktion: Doping-Razzia in Seefeld des österreichischen Bundeskriminalamts. Verdacht auf Doping am Rande der Nordischen WM. Zeitgleich polizeiche Maßnahmen an verschiedenen Orten. Womöglich auch Beteiligung von Personen aus Deutschland — Hajo Seppelt (@hajoseppelt) February 27, 2019Hajo Seppelt hefur heimildir fyrir því að þetta mál tengist austurríska íþróttamanninum Johannes Dürr og heimildarmynd ARD um ólöglega lyfjanotkun hans sem hét „Die Gier nach Gold“ eða "Græðgin við að ná í gullið“. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði. Lögreglan réðst inn á hótel liða sem keppa á HM í skíðagöngu og handtók alls níu manns. Fimm af þeim voru keppendur á heimsmeistaramótinu. Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir frá því að tveir af handteknu séu austurrísku skíðagöngumennirnir Dominik Baldauf og Max Hauke en Hauke átti að keppa í 15 kílómetra göngu í dag. Alls hafa verið sextán húsleitir í tengslum við þetta skipulagða lyfjamisferli sem var gert út frá Erfurt. Keppendurnir fimm eru sagðir koma frá Austurríki (2), Kasakstan og Eistlandi (2). Áhlaup austurrísku lögreglunnar var vel skipulagt og fór fram á sama tíma á öllum stöðum.Nach Informationen des #MDR & der #ARD-Dopingredaktion laufen im österreichischen #Seefeld und in Deutschland Polizeieinsätze gegen das organisierte #Doping. Auch in #Erfurt wurde eine Arztpraxis durchsucht. Mehr dazu von @mdr_thhttps://t.co/2CLbkM3r44 — Sport im Osten (@SportimOsten) February 27, 2019
Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira