Jöfnuður, traust og sátt Oddný G Harðardóttir skrifar 26. febrúar 2019 10:15 Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang. Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagnstekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og bótakerfinu markvisst til jöfnunar. Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki þarf að linna. Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barnabætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur. Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunartæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breytingar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang. Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagnstekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og bótakerfinu markvisst til jöfnunar. Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki þarf að linna. Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barnabætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur. Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunartæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breytingar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun