Segir af sér sem varaþingmaður Pírata eftir að hafa hellt sér yfir blaðakonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 10:09 Snæbjörn Brynjarsson var varaþingmaður Pírata. Snæbjörn Brynjarsson hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður Pírata vegna hegðunar sinnar aðfaranótt laugardags við Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun. Snæbjörn og Erna Ýr voru bæði stödd á Kaffibarnum umrædda nótt og sagðist Snæbjörn hafa sagt við hana að hann fyrirliti hana fyrir að vinna fyrir Björn Inga Hrafnsson. Erna sagði að sér hefði þótt atvikið mjög óþægilegt og ógnandi. Í yfirlýsingu Snæbjörns á Facebook segir hann að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og sagt hluti við Ernu sem voru með öllu óviðeigandi. „Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér. Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni,“ segir í yfirlýsingu Snæbjarnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Tilkynning frá Pírötum klukkan 11:47 Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Snæbjörn Brynjarsson hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður Pírata vegna hegðunar sinnar aðfaranótt laugardags við Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun. Snæbjörn og Erna Ýr voru bæði stödd á Kaffibarnum umrædda nótt og sagðist Snæbjörn hafa sagt við hana að hann fyrirliti hana fyrir að vinna fyrir Björn Inga Hrafnsson. Erna sagði að sér hefði þótt atvikið mjög óþægilegt og ógnandi. Í yfirlýsingu Snæbjörns á Facebook segir hann að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og sagt hluti við Ernu sem voru með öllu óviðeigandi. „Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér. Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni,“ segir í yfirlýsingu Snæbjarnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Tilkynning frá Pírötum klukkan 11:47 Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15