Þöggun á þöggun ofan Bolli Héðinsson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangurinn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerðinni á Facebook geta sett störf manna í hættu.Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráðamanna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangurinn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerðinni á Facebook geta sett störf manna í hættu.Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráðamanna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar