Staðráðin að nýta eigin reynslu til að berjast gegn ofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2019 14:25 Þingmenn Miðflokksins létu Lilju ekki vita að þeir hygðust snúa aftur á þing á dögunum. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan. Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan.
Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30