ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 23:29 Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. AP/Felipe Dana Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn. Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn.
Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30