Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag sighvatur@frettabladid.is skrifar 16. febrúar 2019 08:00 Framkvæmdir hafa legið niðri frá því að skyndifriðun austurhluta Víkurgarðs tók gildi þann 8. janúar síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fornminjanefnd telur að markmiðum um vernd minjasvæðis í Víkurgarði verði síður náð með stækkun friðlýsingarsvæðis garðsins eins og tillaga Minjastofnunar gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar frá 31. janúar síðastliðnum. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að fjalla um tillögur Minjastofnunar að friðlýsingum áður en þær eru sendar ráðherra. Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna skyndifriðunar Víkurgarðs þarf að liggja fyrir næstkomandi mánudag. Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu en Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan þess reits sem félagið Lindarvatn áformar að reisa hótel á. Sá hluti Víkurgarðs sem í daglegu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi hins vegar nauðsynlegt að stækka friðlýsingarsvæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkurgarður nýttur sem aðkomusvæði hótelsins sem væri algerlega óásættanlegt. Í fyrrnefndri bókun fornminjanefndar segir að áform framkvæmdaaðila um inngang að hótelinu hafi ekki í för með sér umráðarétt yfir næsta nágrenni, heldur þurfi þeir að lúta þeim skilyrðum sem Minjastofnun setji. Þá er brýnt fyrir Minjastofnun, Reykjavíkurborg og framkvæmdaaðilum að ná samkomulagi sem komi til móts við sjónarmið allra aðila þó þannig að vernd minjasvæðisins verði í öndvegi. Töluverðar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu og hafa heiðursborgarar Reykjavíkur meðal annars mótmælt framkvæmdunum. Í dag stendur félagsskapurinn Verndum Víkurgarð fyrir baráttuskemmtun í Iðnó sem hefst kl. 14. Í yfirlýsingu sem meðal annars var birt í Fréttablaðinu í gær skorar fjöldi nafntogaðra einstaklinga á Lilju Alfreðsdóttur að friðlýsa austurhluta Víkurgarðs en þar með yrði allur garðurinn, eins og mörk hans voru árið 1838, friðlýstur. Reykjavík Skipulag Víkurgarður Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Fornminjanefnd telur að markmiðum um vernd minjasvæðis í Víkurgarði verði síður náð með stækkun friðlýsingarsvæðis garðsins eins og tillaga Minjastofnunar gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar frá 31. janúar síðastliðnum. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að fjalla um tillögur Minjastofnunar að friðlýsingum áður en þær eru sendar ráðherra. Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna skyndifriðunar Víkurgarðs þarf að liggja fyrir næstkomandi mánudag. Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu en Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan þess reits sem félagið Lindarvatn áformar að reisa hótel á. Sá hluti Víkurgarðs sem í daglegu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi hins vegar nauðsynlegt að stækka friðlýsingarsvæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkurgarður nýttur sem aðkomusvæði hótelsins sem væri algerlega óásættanlegt. Í fyrrnefndri bókun fornminjanefndar segir að áform framkvæmdaaðila um inngang að hótelinu hafi ekki í för með sér umráðarétt yfir næsta nágrenni, heldur þurfi þeir að lúta þeim skilyrðum sem Minjastofnun setji. Þá er brýnt fyrir Minjastofnun, Reykjavíkurborg og framkvæmdaaðilum að ná samkomulagi sem komi til móts við sjónarmið allra aðila þó þannig að vernd minjasvæðisins verði í öndvegi. Töluverðar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu og hafa heiðursborgarar Reykjavíkur meðal annars mótmælt framkvæmdunum. Í dag stendur félagsskapurinn Verndum Víkurgarð fyrir baráttuskemmtun í Iðnó sem hefst kl. 14. Í yfirlýsingu sem meðal annars var birt í Fréttablaðinu í gær skorar fjöldi nafntogaðra einstaklinga á Lilju Alfreðsdóttur að friðlýsa austurhluta Víkurgarðs en þar með yrði allur garðurinn, eins og mörk hans voru árið 1838, friðlýstur.
Reykjavík Skipulag Víkurgarður Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent